21.5.2007 | 00:55
Borgarferð að baki
Jæja þá er borgarferð að baki. Við mæðgur brugðum okkur af bæ og skelltum okkur í borgina þrátt fyrir það að hvorki Signý sæta væri þar eða Arna stóra. Signý var í sveitinni sinni verðandi og Arna á Akureyri
Við vorum í góðu yfirlæti í íbúðinni hjá Örnu stóru. Reyndar var húsið allt í boði en Örnu Guðbjörgu fannst það ekki eins girnilegt því henni finnst húsið allt of stórt. Hún er einstök þessi elska með tilfinningar fyrir hlutum... Þetta ver frábær afslöppunarferð og átti að vera það. Við ætluðum reyndar í fleiri heimsóknir en við fórum í en það koma ferðir eftir þessa ferð. Við voru í búðum á daginn og straujuðum kort... Guðbjörgin kláraði sinn pening á fyrsta degi og eftir það var það bara sjarmabrosið sem gilti. Ég var búin að lofa henni buxum og kom formleg beiðni frá ömmunni að þær yrðu frekar heillegar, sagt þegar hún horfði á hana í gömlu Blend buxunum sem mamman er búin að reyna að henda tvisvar. Þær eruð gauðrifnar og ljótar en misjafn er smekkur manna.
Svo skemmtilega vildi til að Arna Guðbjörg fann LOKSINS rúmteppi sem henni líkar. Við erum búnar að leita að teppi í tvö ár - búin að eiga pening sem amma Guðbjörg gaf henni í afmælisgjöf og ekki eytt honum allan þennan tíma. Rúmteppið er grátt með svörtu blómamunstri. Það er íslensk hönnun- ekki slæmt það - og er í LÍN design línunni sem fæst í EGG. Reyndar er það greinilega svo nýtt að það er ekki komin mynd af því á vefinn. Nú er sem sagt á döfinni að gera herbergið hennar upp og taka út "gamla" dótið, mála og punta upp á nýtt. Nýi stíll dömunnar er á dagskrá Nei ég segi svona. Hún er að rokkast svolítið daman og verður bara gaman að takast á við að koma þeim stíl á herlegheitin. Annars er svo gaman að vinna með henni því hún hefur ákveðnar skoðanir og oftar en ekki frábærar hugmyndir - ekki dóttir mömmu sinnar fyrir ekki neitt -. Það er alveg kominn tími á að taka töl höndunum þar inni og koma einum stíl á herbergið, búið að vera svolítið "hitt og þetta" stíll. Verst að vera ekki búin að tala við Innlit Útlit, veit reyndar ekki hvort við erum nógu snobbaðar og miklar merkja manneskjur fyrir þann þátt... Afrakstur þessa verður að öllum líkindum settur inn hér síðar, bíðið bara.
Í þessari skemmtilegu og afslöppuðu borgarferð kíktum við tvisvar á Jóa og Huldu og "litla" strákinn þeirra. Svei mér þá ef hann er ekki bara að verða hlýðinn prinsinn, byrjaður á námskeiði númer tvö í hlýðni.
Kíktum svo á Gumma, Jónínu, Sigurð Axel og Elsu Björgu. Þar voru amma Guðbjörg og Axel afi líka. Svo enduðum við ferðina á afmælisveislu þar í húsi. Elsa Björg að halda upp á tveggja ára afmælið sitt og Gummi upp á **, fylgdi ekki sögunni hvað árin voru mörg.
Brunuðum svo heim og beint í að skúra, gaman gaman. Kisa alveg galin þegar við komum heim og alls ekki kát að vera lokuð inni á baði á meðan við bárum herlegheitin inn .
Nú er bara að koma sér í háttinn, eftir norðlenska sturtu. Hlakka mikið til að sofa í mína dásamlega rúmi.
Síðar, Alfa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.