Og þá er komin helgi...enn og aftur

Það er skemmtilegt hvað dagarnir eru fljótir að líða. Mögulega er það þessi dásamlega vinna sé ég er í, hver dagurinn líður á fætur öðrum og maður fer sæll inn í helgarnar. Reyndar eru búin að vera talsverð veikindi í leikskólanum en á meðan veikindi barna og fullorðinna fara saman gengur þetta vel, enda frábært fólk að störfumInLove

Arna trommar og trommar og er stefnan að taka eitthvað spennandi upp í næsta trommutíma. Kennarinn er alveg eðall - góð árgerð Cool -og leyfir henni mikið að spila eftir lögum og heldur hún áfram að æfa sig heima. Það er mjög snjallt af því að það er akkúrat þetta sem Arna hefur svo mikinn áhuga á og byrjaði einmitt þannig í upphafi. Við stefnum á að  gera aukaherbergið að rokkaraherbergi og setja bara lítið skrifborð þar inn - Arna ætlar að teikna það upp og hanna. Þetta er svo snjall krakki sem maður áGrin

Ég ætla að vera dugleg að kanna Feng Shui fræðin og dúllast við að laga til og snurfusa. Það er endalaust gaman að punta í kring um sig í nýja húsinu. Frí frá leikfiminni um helgina þar sem ég var svo dugleg að fara alla dagana í vikunni - húrra fyrir mér. Annars væri alveg dæmigert ef mér dytti í hug að skreppa og toppa þannig sjálfa mig algerlega...

Hlakka svakalega mikið til að hitta Signýju og bumbubúann um miðjann mánuðinn, hef ekki fengið að knúsa kúluna síðan hún fór að birtast. Bara búin að fá eina fettumynd þegar mamman verðandi var að reyna að gera hana sýnilega fyrir mig á mynd.

Jæja best að fara að skanna aukaherbergið og sjá hvernig hægt er að gera það ofurflott rokkaraherbergiWink

Góða helgi kæru vinir

Alfan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alfa mín það er líka kominn 7. mars og þín síðasta færsla er síðan í síðasta mánuði :)  kv. ebj

EBJ (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband