10.6.2007 | 22:42
Húsakaup
Nú er ég komin í viku sumarfrí, tek næsta frí í lokuninni 9-20 júló og svo eitthvað þegar við FLYTJUM, já kellingin er búin að versla smá...hún heypti sér HÚS. Já loksins þegar hún fór í sumarfrí og hafði ekkert að gera í einn dag fór hún bara að versla.
Húsið stendur við Rauðumýri og er númer 14. Það skemmtilega við þetta allt saman er það að þetta hús byyggðu langamma mín og langafi... þau Margrét og Anton ;) Það er alsæla í fjölskyldunni - þeir sem vita þetta - með að húsið er komið í fjölskylduna aftur.
Arna Guðbjörg er búin að halda því fram í tvö ár að ég finni aldrei hús sem stenst allar mínar óskir og væntingar. Þetta hús hefur nánast allt sem mig langaði. Síður gluggi - já, gluggi á baði - já, hár gluggi - já tveir, bakdyrainngangur - já, sér þvottahús - já, aukaherbergi - já, pallur - já, auðhirtur garður - já einstaklega snyrtilegur að auki, sér bílastæði - já, bjart hol - já... það eina sem var að verða heitt hjá mér var bílskúr en só þegar maður fær svona flott draumahús ;)
Þannig að frökenin þarf ekki að fara í arkitektinn eins og hún hélt fram til þess að hanna hús handa mömmu - það er fundið
http://mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=250536
Í dag fékk prinsessan á bauninni einnig ósk sína uppfyllta og mammana aðstoðaði hana viðað lita kollin dökkann - er sem sagt orðin dökkhærðari... Ég er lengi búin að humma þetta en það þýðir víst ekki að hafa alltaf vit fyrir unglingnum þannig að hún fékk að prófa og er svona alsæl. Langamma hennar í Rán var frekar hissa en eftir þessu tók hún hálf blinda konan. Hafði orð á því að hún hafi nú verið fín hinsegin. Amma er sko búin að upplifa ýmsar breytingar hja börnum og barnabörnum og nú barnabarnabarni. Ég man enn þegar Signý klippti sig eins og stríðsfanga... árið sem hún var tekin af hasshundinum í Vestmannaeyjum . Amma spurði bara kurteisislega hvort hún ætlaði nokkuð að klippa sig svona stutt aftur... kurteis en sniðug hún amma. Amma annars hress og var mjög ánægð með húskaupin mín.
Signý systir var svo kát með kaupin mín að hún táraðist þegar hún skoðaði myndiranr á netinu og gat ekki annað en sent okkur blóm. Ekkert smá flottur vöndur sem ún sendi okkur, takk Sygný. (dökkhærði krakkinn á myndini er frökenin... svona ef þið fattið það ekki...)
Bið að heilsa í bili, á morgun eru mörg verk fyrir höndum varðandi húsakaupin s.s. að fá greiðslumat og athuga með viðbótarlán og þess háttar, jubbí
Kveð í bili, Alfa alsæla sem á svo sætt lítið hús
Athugasemdir
Til hamingju með húsakaupin!
Eins og ég man húsin í Rauðamýri, þá voru þau ekki svona að innan þegar langamma og langafi byggðu þau!
Ýmislegt hefur breyst.... sé ég.
Er það samt eins og þegar langamma og langafi bjuggu þarna?
Viðar Eggertsson, 10.6.2007 kl. 23:01
Takk kærlega, nei ég veit að miklu hefur verið breytt en bara það að labba inn og skoða húsið veitti mér "heima" tilfinningu sem er svo frábært. Er nokkuð viss um að þau gömlu voru að fylgjast með og eru sátt.
Alfa Björk Kristinsdóttir, 10.6.2007 kl. 23:09
TIL HAMINGJU Þetta er algerlega þitt hús og átt það svo innilega skilið.. þú átt líka eftir að verða flottust í því. Ju ég fekk svo mikla gæsahúð þegar þú hringdir og sagðist vera búin að gera tilboð...og enn meiri þegar þú hringdir og varst búinn að fá JÁ Hlakka svo til að hjálpa þér að flytja og brasa. love you Gösp
Guðrún Ösp, 11.6.2007 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.