14.6.2007 | 00:17
Dásamlegir dagar
Já svona er ég á svipin allan daginn þessa dagana. Þetta er dásamlegasta sumarfrí sem ég hef átt í mörg ár.
Fór í dag og fékk að mynda inn í húsið. Búið að taka það af netinu þannig að ég hafði ekkert að gera á kvöldin... Arna Guðbjörg segir að það séu komin för í götuna eftir mig... keyri stundum framhjá, eða svolítið oft. Set nokkrar myndir inn á eftir.
Í morgun sótti þér þá bræður Elvar og Guðfinn í sveitina og við erum búin að dúllast í dag. Fórum aðeins í garðinn og Elvar sló meðfram öllu með orfinu og rakaði það slapp undan vélinni hjá Örnu Guðbjörgu. Fórum líka í Brunju og fengum okkur ís áður en við fórum yfir í heiði og skelltum nokkrum myndum fyrir húsmóðurina í borginni. Bræðurnir léku sér smá og varð Guffi frekar rykugur en það er nú víst eitt af því sem hann er svo góður í...
Geri ekki mikið annað en að hugsa um húsið mitt. Á morgun verður komið að mynda mína íbúð. Búin að sjæna vel og er farin að hugsa "ætlað ég að flytja með þetta" og hendi því beina leið í svartan poka ef ég svara sjálfri mér neitandi. Það er ótrúlegt hvað maður sankar að sér miklu dasli. Þarf að bjóða vinkonum mínum úr Föndrunum í heimsókn til að fara yfir fönurdótið. Ætla ekki að flytja með allt þetta drasl í fína flotta húsið mitt, reyndar hef ég ekki mikinn tíma í föndur núna en fikta við eitt og eitt, ekki mikið þó.
Er að sálast úr strengjum eftir tvo hörku tíma hjá Davíð og er að fara í fyrramálið. Árangurinn strax farinn að skila sér í betra þreki, sjúkkit. Hlakka til þegar meira fer að gerast. Núna er hann bara að kanna hvað ég þoli og sagði ég strax eftir fyrsta tíma að hann héldi greinilega að ég væri alger aumingi því ég fann ekki fyrir neinu. Í næsta tíma þyngdi hann um 40% og hló, síðan er hann búinn að bæta meiru við og ég er sem sagt með strengi FRÁBÆRT...
Jæja ég ætla að fara ð koma mér í háttinn, Davíð er ekki ánægður með það hvað ég fer seint að sofa, það er víst hluti af ferlinu að fá jafnan svefn á sama tíma... einmitt fyrir mig eða þannig. Jú ég get þetta alveg, þarf bara að hætta að hangslast langt frameftir. Ég hef alltaf verið þannig að ég vinn best eftir 10 á kvöldin - óhollt segir þjálfinn.
BBÍB (bless bless í bili), Alfan
Athugasemdir
Vá vá vá
Til hamingju mæðgur, ég hlakka til að koma norður og skoða herlegheitin. Hvenar fáið þið afhennt?
Kv. M. Sif og co
Maria Sif Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 18:58
Takk innilega. Við faúm afhent í ágúst. Er komin með pínu kítl í magann með að selja mína íbúð, en lít björtum augum á þetta og þá tekst það örugglega. Get ekki beðið eftir að flytja ;)
Kv. Alfa
Alfa (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.