Á leið í útilegu

Jæja þá á að fara að leggja land undir fót og búnar að versla tjald (búnar að hafa það ofurgott undanfarin ár með að fá að vera í fellihýsinu hjá mömmu og pabba). Í ár ætlum við að breyta til og fjárfestum í tjaldi og öðru "útilegustöffi".  Arna Guðbjörg mátulega spennt að fara í Hjallaútilegu með mér en það á nú örugglega eftir að breytast þegar stemningin á liðinu kemur í ljós. Það er svo gaman þegar Hjallastefnufólk hittist þá er svo mikið sungið og hlegið.LoL 

Við í vinnunni erum búin að sjá þetta í hyllingum að börnin sitja við eld og grilla sér sykurpúða og syngja með okkur. Þetta verður ægileg stemning en við mæðgur förum að vísu ekki fyrr en á laugardag þar sem það er ættarmót - einmitt hjá Rauðumýrarættinni :) - og langar okkur að fara þangað í kvöld. Ótrúlegt hvað allt þarf að vera á sömu helgunum yfir sumarið..., heppilegt að geta skipt sér svona. Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Juminn hvað þú skrifar sjaldan.. ef ég vissi ekki betur héldi ég að þú hefðir orðið úti í tjaldútilegunni... held þú eyðir alt of miklum tíma í að keyra framhjá rauðumýrinni.. hehe  það var gott að fá þig í heimsókn í dag.. hunskastu til að skrifa.

 kv göspin

Guðrún (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband