ÆFINGAAKSTUR....

Mikið rétt þið lásuð rétt, æfingaakstur... ég er sem sagt komin með svoleiðis skilti aftan á bílinn. Það er alger martröð að segjast ætla að SKREPPA í búðina því Arna Guðbjörg býst alltaf til að koma með og í framhaldinu BÝÐST hún til þess að keyra... ótrúlegt en satt þá er ég rólegri en ég hélt að ég myndi nokkurn tíman vera. Reyndar er hún svolítið utan við sig - reyndar vanalegt - en það er nú kannski ekki sérstakt í umferðinni. Kemur með æfingunni segir ökukennarinn sem lét hana í mínar hendur eftir tíu tíma í ökukennslu.

júlí 07 015

Til þess að fá þetta leyfi þarf að fara tryggingarnar og til sýslumanns. Hjá Vís var það Gísli félagi pabba sem tók á móti okkur og brosti út í annað. Við ákváðum í sameiningu að pabbi yrði líka skráður sem leiðbeinandi hehe. Svo tilkynnti ég honum það í gær og varð kallinn pínu spenntur en líka pínu áhyggjufullur yfir "litla unganum"´hún er nú yngsta barnabarnið...og það eina fyrir utan öll dýrin sem viðrast safnast í þessa fjölskyldu. Þá verður gaman að heyra í Örnu eftir fyrsta skiptið þeirra saman og rifjast þá líklegast upp dagarnir þegar pabbi var að kenna mér á bíl á planinu hjá Útgerðafélaginu, fer mér seint úr minni.

Í morgunsárið fékk ég ákaflega góða sendingu. Það var hún Guðrún dóttir vinkonu minnar sem kom færandi hendi með geisladisk sem hún söng sjálf inn á . Hún var á námskeiði í Söngskólanum og bauð mér upp á sitt einsdæmi á tónleikana. Ég færði henni rós eins og hitt fræga fólkið fær á tónleikum. Guðrún var ákaflega ánægð með þetta og færði mér þennan dásamlega disk með tveimur lögum, Kvæðinu um fuglana og Söng súkkulaðiprinsessunnar. Þetta er dásamlegur söngur og sé ég fyrir mér að hún eigi eftir að gera það gott í framtíðinni daman. Ég er svo heppin að hafa fengið að fylgjast með henni daglega síðustu fjögur árin í leikskólanum og séð hana springa út í söngnum. Hún er sko með dásamlega rödd og er einstaklega lagviss, alltaf áttund fyrir ofan alla hina ;), frábært hjá þér kæra vinkona.

júlí 07 009  júlí 07 010

Jæja þetta er orðið gott í bili, vonandi fæ ég hrós frá þér Gösp fyrir að setja inn tvær færslur á einum sólarhring ;)

Kv.Alfan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta líkar mér ég man eftir fyrstu rúntunum okkar þegar þú fekkst bílprófið..hehe líka eftir ótal óhöppum.. er viss um að þessi sem er utanviðsig á ekki eftir að toppa okkur.. gleymi seint atvikinu þegar þú skildir við bílinn fyrir utan tungusíðu fimm en hann var fyrir utan tungusíðu 12 þegar við komum út.. hhe Pabbi þinn átti ekki auðveld árin sem við vorum að koma til skiptis niður á Viking með Vesen... en hann náði altaf að halda ró sinni..ótrúlegt... en þú varst dugleg að ÞVO bílinn það máttu eiga.. mun duglegri en ég.

kv gösp 

Guðrún (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 09:48

2 identicon

Hmmm kannski það hafi verið þær minningar sem fóru um kollinn á pabba og settu skrýtinn svip á hann...Hann reyndar fékk sjokk þegar hann fattaði að hún var að komast á aldur fyrir æfingaakstur og vildi endilega að þeir breyttu reglunum og færðu aldurinn í 18 ára 

Alfa (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband