Endurheimtur

Wink já ég er búin að endurheimta símann minn sem ég fór með í viðgerð fyrir rúmri viku síðan. Það var ansi mikið farið að gefa sig í honum og um að gera að láta laga það áður en ábyrgðin rennur út. Myndavélin var hætt að virka, stýripinninn virkaði bara stundum og svo keyrði um koll þegar hætti að heyrast nokkuð í honum, hvorki í þeim sem ég talaði við eða mér eða hringingu í símanum. Snillingarnir hjá símanum settu nýjan stýripinna, uppfærðu síman og skiptu um eitthvað í myndavélinni. Nú er greyið eins og nýr að innan en ansi lúinn að utan - líkur sækir líkan heim heheShocking Annars var ég alveg komin í gírinn með að kaupa mér nýjan síma, langar svo í samlokusíma en lætt það bíða í bili. Ætli húsið sé ekki nóg í bili og þar að auki er ég búin að lofa barninu/unglingnum að það verði UPPÞVOTTAVÉL í nýja húsinu. Guð hvað ég verð fegin að þurfa ekki að tuða yfir uppvaskinu - ætli það breytist ekki bara í TAKA ÚT ÚR UPPÞVOTTAVÉLINNI TUÐ. Kemur í ljós...

Í gær fór ég í sveitina og fylgdist með fólkinu þar stússast. Aðallega var ég nú að tefja Göspina en náði að smella nokkrum myndum þegar hún og börnin sem hún er svo rík af þessa stundina voru að setja saman trampolínið. Það tók nú skamma stund þegar margar hendur komu að verkinu. Reyndar var smá þolinmæði að koma gormunum í en með þrjóskunni hófst það en við vorum búin að finna létta leið undir lokin en nýtum hana þá bara næst Blush

júlí 07 032  júlí 07 038  júlí 07 040

Jæja þá er næsta verk að koma sér í sturtu og skola af sér svitann eftir erfiða leikfimi. Svei mér þá ef hann Davíð er ekki bara að ögra mér pínu þegar hann veit að ég geri helst þremur meira af æfingunum en hann segir mér að gera - þrjóskan. Er að bæta vöðvamassann hratt og örugglega og er kát með það.

BBÍB, Alfan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband