23.7.2007 | 09:05
Hmm enn og aftur ávítt....
...fyrir að vera lélegur bloggari Það besta við það er það að ég er mjög meðvituð um það og langar mjög mikið að vera duglegri... reyni að bæta úr því.
Þessir dagar fara í það að pakka og aftur pakka. Það er ekki nema ein og hálf vika þar til ég fæ húsið afhent og ætla ég að mála stofuna og holið þannig að við flytjum nú ekki inn fyrsta daginn, sofum þó mögulega ef ég er alveg að flippa :) Arna Guðbjörg pantaði það að hennar herbergi yrði málað fyrst, skoðum það þegar að því kemur. Annars langar mig núna svo að mála panelinn í loftinu í stofunni og holinu en hann er hvíttaður og ég sá í einu húsi hvítmálaðan panel og langar ofsalega mikið að hafa hvítt loft. Ætla að fara á stúfana í dag og spjalla við mér fróðari menn með það hversu mikið mál það er... er svo hrædd um að ég verði svekkt ef ég geri það ekki þegar húsið er tómt.
Um þarsíðustu helgi fórum við mæðgurí brúðkaup suður. Gummi Tommi frændi hennar var að giftast henni Jónínu sinni og forum við á miðvikudeginum suður svo prinsessan kæmist í nokkrar búðir. Með okkur suður fóru Guðbjörg amma, Svavar bróðir Örnu og Hulda Björg með bumbubúann sinn. Þetta var ekkert smá dýrmætur farmur sem ég var með í bílnum Það var ekkert smá skondið að líta afturí og sjá þau þrjú með sinn hvern iPodinn í eyrumum að hlusta, svona er nú nýtíminn. Mamma talar oft um þá daga sem einungis útvarp var í boði og hún söng og sagði sögur á ferðalögum. Það var alger bilting þegar segulbandi kom í bílinn og enn meiri þegar pabbi setti hátalara afturí þannig að þau þurftu ekki að hafa allt í borni framí til að við heyrðum afturí... Það var ekkert smá gaman að fá að taka þátt í þessu ævintýri með þeim og lukkaðist dagurinn með eindæmum vel. Það var bjarta sólksin og allir í spariskapi.
Annars fórum við Guðrún til Dóru Heiðu vinkonu okkar sem býr nú á Sauðárkrók. Þar kom líka Inga Magg og var rosalega gaman að hittast svona aftur, ár og aldir síðan við hittumst svona margar í einu. Við rifjuðum aðeins upp gamla daga og bauð Dóra okkur í mat, kjúlla og meðlæti, ekkert smá gott. Það er skammarlegt hvað maður fer sjaldan í heimsókn til Dóru, þetta er ekki nema rúmur klukkutími. Bætum úr því þegar við förum að hittast reglulega, ætla að koma með tillögu að reglulegum hitting.
Það sorglega gerðist á föstudaginn að hann Ýmir litli hundurinn hans Jóa litla og Huldu dó. Hann var búinn að vera veikur og átti að skera hann upp og allir mjög bjartsýnir en honum varð bara ekki bjargað. Þessi hundur var ákaflega mikill karakter og var búin að fara ótakmörkuð orka í hann og var hann allur að stillast og gott efni í veiðihund. Nú eru þau skötuhjú að skoða ný got, allir að aðstoða þau og mæla með því að þau fái sér strax annan hund. Þegar að því kemur ætla þau að fá sér algera andstæðu Ýmis þannig að þau upplifi það ekki að þau séu með staðgengil. Þau eru að spá í að fá sér tík og velja hana út frá veiðieðli en ekki sýningarmöguleikum. Sendum þeim skötuhjúum knús og góðar kveðjur.
Jæja verð að fara að koma mér að verki. Fyrsti vinnudagur eftir sumarfrí verður örugglega langur Annars voru þetta bara tvær vikur og ætla ég að taka tvær þegar ég er búin að fá nýja húsið mitt.
Later Alfan
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.