Þá er ég formlega farin á límingunum...

Já ég er gersamlega að farast úr spenning að fá litla sæta húsið mitt afhent. Það eru núna sex sólarhringar, tvær klukkustundir og fjörtíu mínútur þar til ég að að fá lyklana. Mér sýnist sem það sé búið að tæma djásnið og fyrir utan stendur gámurinn þeirra. Kann ekki við að tékka hvort þau langi að afhenda það fyrr... verð bara að bíða róleg, teipa mig bara saman þangað til. Reyndar er Jói litli bestur í teipinu og spurning hvort maður ýti á hann að koma norður og teipa systir sína. Svo er nú alveg hægt að nýta krafta hans við ýmislegt s.s. bera húsgögn :)

Annars ganga dagarnir sinn vanagang. Vakna snemma og borða kjarngóðan morgunverð - Davíð einka yrði ánægður að sjá þetta ;) - vinna og vinna, gaman gaman, leikfimi, pakka og farast á taugum yfir að selja ekki íbúðina. Þess á milli fer ég á límingunum og þarf að rétta mig af með bíltúrum fram hjá húsinu...

Annar er ég að verða búin að gera alla vitlausa með litapælingum. Það hefur alltaf verið mikið litavesen þegar ég byrja að mála... of gult, og blátt, of bleikt... og allt þetta bara við að velja einfaldan ljósan lit... í Skútagili er stofan t.d. með of rauðum blæ í vissri birtu og svefnherbergið með of bláum blæ. Arg það er svo erfitt að vera svona erfið. Enda örugglega í málarahvítu eða lit sem heitir Rut Kára, kemur í ljós.

Seinna í dag fæ ég að sækja sæta frænda minn sem er að koma frá Ástjörn. Mamman er í borginni og pabbinn að vinna utanbæjar og þá er ég svo heppin að fá að hafa hann þessa elsku. Hann er stundum eins og litli maðurinn minn Wink Hlakka til að sjá hann spila fyrir krakkana í leiksólanum, ef hann er til í það. Hann er svo flinkur á gítar þessi elska. Það verður frábært þegar hann verður frægur og ég get montað mig á að hann sé náskyldur mér hehe.

Jæja untillater, Alfan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl frænka!

Hefur þú prófað heftara.  Oft þegar illa gengur með að fá límið til að tolla í föndurþáttunum í sjónvarpinu og til að flýta fyrir þá eru viðfangsefnin heftuð saman. Ó-hó, ég er bara reyna vera hjálplegur. 

Skil þetta með spenninginn við að komast í fallega, snyrtilega húsið sitt og það í "Mýrunum":). 

Annað gott ráð (fyrir utan þetta með heftarann) og þá meina ég þetta með litavalið.  Ákveddu lit og láttu sem ekkert í heimi geti raskað frábæru vali þínu. Haltu þig við litanúmerið alveg þar til þú kemur að borðinu í byggingavöruversluninni og lýstu litinn um 2-3 stig. :=). 

Bið að heilsa Frænda sem frægur verður.  bj.

bj. (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 21:56

2 identicon

hehe góð hugmynd, reyndar fór þetta allt vel og við fengum afmælisdaginn ;) alsælar mæðgurnar. Byrjaðar að mála og mættum með sumarblómin á pallinn samdægurs. Kv. Alfan

alfa (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband