27.2.2008 | 21:25
jæja kæru vinir nú skal segja ykkur sögu, sem að eitt sinn gerðist...
nei ég segi svona, engin saga en nokkuð sem hefur á daga okkar drifið.
Mamman vinnur, borðar, fer í leikfimi og sefur. Barnið er í skólanum og sefur - kannski smá ýkjur því hún er líka að læra, hitta vini, tromma og er farin að elta mömmu í leikfimina, bara gott mál. Svo er hún núna á Dale Carniegi námskeiði sem ég tel eina bestu fjárfestingu sem ég hef gert fyrir okkur báðar. Fyrir ári síðan fór ég á svona námskeið og sá strax að þetta var það sem AGM þyrfti og hún var til þegar námskeiðið var auglýst hérna. Mér finnst hún vera að blómstra og fær gríðarlega útrás í trommunum líka þannig að það var líka góð hugmynd :) Ég hef reyndar mjög gaman að því að hlusta á hana, ólíkt því sem margir halda... að maður verði geðveikur á að hlusta á trommuslátt innanhúss, aldeilis ekki hjá svona snjöllum krakka.
Annars hef ég verið að kynna mér Feng Shui og er í góðum hóp sem var með mér á tveimur námskeiðum, annað í október og svo núna í febrúar var framhald. Eins fékk ég kennarann til að koma heim og kíkja á húsið og fór hún með prjóna í herbergið mitt því ég hef verið að sofa skringilega og enda alltaf á ská í rúminu. Hún fann skýringu, það liggur slæmur orkustrengur ská yfir rúmið mitt og kemur hann úr nágrannagarðinum og nágrannahúsinu. Nú þarf ég að fá mér góðar þykkar gardínur og ætla líka að fá mér filmu í 3/4 af glugganum því það sést beint inn í herbergið mitt af reykingarsvæði nágrannana - langar ekkert sérstaklega að vera alltaf með dregið fyrir til þess að þau séu ekki að góna inn til mín. Það verður bara fínt að fá filmu og fá svo birtu inn fyrir ofan hana. Það er svo ótrúlegt hvað hægt er að fá flottar filmur og er ég svo heppin að tvær úr Feng Shui hópnum eru að vinna hjá Stíl og ætlum við að búa eitthvað flott munstur til - snjallt ekki satt :)
Leikfimin gengur ágætlega, hægt og sígandi eins og sagt er. Þetta er sko hörku púl og elska ég það að fara svo heim í sturtu, í kósý föt og sitja svo með hekl eða prjón - þið munið að ég er að verða tvöföld frænka :) - og horfa á sjónvarpið. Hin kvöldin reyni ég að gera eitthvað meira og gáfulegra og tekst það nú bara ágætlega hehe.
Kíki annað slagið yfir í heiði og þar eru hlutirnir sko að gerast, alltaf eitthvað búið að gera á milli heimsókna. Annars líkar mér það ákaflega vel að ná Gösp í afslöppun og náðum við því í síðustu viku að hanga saman við sjónvarpið - duglegar ekki satt.
Reyndar er ég ekki í alveg nógu góðum málum því við Guðrún erum í keppni hvor tæmir "söfnunarstaðinn" á undan. Hún tróð inn á verðandi baðherbergi og ég inn í aukaherbergið. Búin að setja mér markmið nokkru sinnum að klára málið en... alltaf einhverjar afsakanir. Nú langar mig bara að gera flott rokkaraherbergi þar handa prinsessunni. Tekur örugglega vel í það - finnst herbergið sitt aðeins of lítið en það eru tvö í boði þannig að hún getur ekki kvartað neitt daman.
Mamma kíkir annað slagið og tékkar á framleiðslunni og kemur og ber sína undir mig. Var að klára geggjað krúttlegar buxur á Jóalitla.
Um síðustu helgi fengum við að passa hana Örnu Karen ofurkrútt á meðan mamma hennar og pabbi fóru í afmæli. Það var nú ekki mikið mál enda eðal barn þar á ferð - frábærar þessar Örnur Axel Brynjar bróðir Örnu Guðbjargar og Yrsa (hundur pappa þeirra) fengu líka að vera og var það líka gaman, ægilega stillt öll sömul.
Svo var ég að frétta af síðu hjá Jóalitla og er að reyna að komast inn á hana en barnalandið liggur niðri eins og er - alveg týpískt - gengur bara betur næst :)
Jæja nú er komið nóg í bili, ætla að vinna í því að koma inn myndum af húsinu með mínum húsgögnum, tók nokkrar fyrir Feng Shui námskeiðið þannig að þar sló ég tvær flugur í einu höggi, fyrir námseiðið og síðuna.
BBÍB (bless bless í bili), Alfan
P.s. Arna Guðbjörk keypti sér poppvél - og hún elskar hana. Reyndar hélt ég að hún væri algerlega ð missa sig þegar hún poppaði fyrst því hún hló eins og bjáni henni fannst svo fyndið að horfá á einn og einn mais poppast - fyndinn og pínu skrýtinn krakki :)
Athugasemdir
Gaman að frétta af ykkur mæðgum :) sé að þú hefur losnað við ritstífluna um svipað leiti og Göspin :) gaman væri að sjá hvað þú ert með á heklunálinni og á prjónunum :) Kv. ebj
ebj (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 11:52
..úúú poppvél. Hljómar vel. Mig hefur líka alltaf langað til að geta fylgst með poppi poppast en hingað til hafa allar tilraunir til þess mistekist - og trúið mér það er ekki þægilegt að fá popp í augað! Panta popp um páskana - hehe byrjar allt á p ")
Signý
Signý (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 14:43
hehe já við Poppum um Páskana í Partýi á Pallinum
Alfan (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.