Fyrir Ellu frænku

Já hún Ella frænka er dyggur lesandi og bað um myndir af hekli og prjóni... hér koma myndir handa þér elsku Ella. Komin með einn eina útfáfuna að dúlluteppi og svo er ég búin að gera geggjað gamaldags peysu handa Jóalitla. Signý gefur ekki upp kynið þannig að hún verður bara að bíða... eða bara að fá í hlutlausum lit. Reyni að segja henni  það reglulega hvað það er miklu sniðugra og hentugra að vita kynið Wink Ekki það að ég sé að deyja úr forvitni neinei

Jæja er ofur kát yfir því að á morgun sé föstudagur því þá er svo afskaplega stutt í laugardag og sunnudagGrin Það er líka svo gaman í vinnunni á föstudögum þegar englarnir syngja á söngfundum. Bara geggjað og ég mæli með því að þið kíkkið við kæru ættingjar og vinir þegar þið eigið leið um á föstudegi - þetta er geggjuð upplifun.

Hér eru myndi af nýjasta teppinu og svo geggjað gamaldags peysunni

DSC00835   DSC00836

over and out, Alfan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki bara málið að gera eitt blátt og eitt bleikt. Sé svo til hvort við erfum það frá frænda eða fáum nýtt eintak ") 

Signý (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 14:41

2 Smámynd: Guðrún Ösp

hehe... alltaf jafn ráðagóð hún Signý.. aldrei neitt vesen sko  ég fæ alltaf minnimáttarkennd að sjá handbragðið hjá Ölfu.. Mamma hefði nú verið stolt ef ég hefði verið svona vandvirk.    vona að ég sjái þig Alfa um helgina.. knús

Guðrún Ösp, 29.2.2008 kl. 14:56

3 identicon

Flott teppi hjá þér Alfa og ekkert smáflott peysa.  Arna þú ert sko heppinn að eiga svona fína poppvel.  Einhver tíman komum við norður og fáum popp hjá ykkur.  Kannski við bíðum bara eftir að sumarið komi svo við verðum ekki að hætta við ferðina vegna veðurs eins og búið er að gerast oft í vetur

Kv. Elín Ása og María Sif

Elín Ása og María Sif (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 19:26

4 identicon

Já Signý mín kannski ég fari að þínum ráðum, annars er grænn ansi huggulegur litur - segir sú græna

Guðrún þú þarft nú ekki að öfundast... hver er að byggja hús !!! mikið vildi ég vera jafn flink og þú að byggja og brasast.

María og Elín Ása, þið eruð alltaf velkomnar og popp þá í boði líkast til. Það væri nú skemmtileg tilraun að fara óundirbúin af stað og athuga hvort veðrið bregðist skjótt við eða ... segi bara svona hehe

Alfan (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 20:27

5 identicon

Takk fyrir Alfa Björk, já ég var búin að gleyma þessari uppskrift af peysu hún er svo falleg, gerði svona á öll mín :)  Gott að þú ert með þetta í lit því hann fær bara ljósa frá mér.

En Göspin þarf ekkert að skammast sín hún hefur nú heldur betur handlægnina, bara á öðrum sviðum en prjónum eða útsaum. Hver vildi nú ekki geta málað myndir eins og hún og smíðað allt sem hún hefur gert :)

kv. ebj

ebj (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband