Hellú...

Jæja, sjaldgæfir svartir svanir... nei ég segi svona, bara búin að vera í smá pásu.

Dásamlegustu fréttir dagsins eru þær að Arna Guðbjörg náði skriflega bílprófinu í dag - jibbí. Þá á hún bara eftir að fara í þrjá ökutíma og svo í prófið sjálft... og þá megið þið fara að vara ykkur. Reyndar er hún stórsnjall ökumaður, það er aðallega taugaveiklaða mamman við hliðina á henni sem gerir henni lífið leitt, finnst hún svolítið annars hugar FootinMouth

Um helgina vorum við fyrir sunnan að skíra litla dásamlega rauðhærða riddarann . - JÖKULL - heitir hann, kraftmikið og flott nafn á dásamlegan dreng.

20080519090427_5     20080519092149_9

Við fórum sem sagt suður á föstudaginn til þess að skíra piltinn og aðstoða smá við undirbúning. Vorum ótrúlega heppnar að fá að passa hann nánast eins og við vildum - ég sagði nánast því það er aldrei of mikið af því dásamlega hlutverki að fá vera pössunarpía InLove

Jökull er farinn að hjala helling og segir heilu og hálfu sögurnar og klagar þess á milli. Hann er sem sagt BARA dásamlegur.

Á föstudaginn þegar við komum var Jói litli fastur í bakinu og Hulda á fullu að undirbúa þannig að við fengum að passa.

Á Laugardaginnvar svo skírnin og stóð hann sig með prýði þar - auðvitað - og var eins og lítil fullorðinn kall þegar Jóna Hrönn prestur hélt honum uppi og talaði til fólksins. Þegar hann kom svo auga á kertislogann festust augun þar og hann varð ákaflega fyndinn á svipinn. Veislan var dásamleg og um kvöldið vorum við boðin í mat til Finnboga og Sessu. Eftir að við komum í íbúðina aftur höfðum við það bara kósý.

Á sunnudaginn fórum við "smá" í búðir og svo í heimsókn í Melalindina og dáðumst enn og aftur og meira að drengnum dásamlega. Spáið í það að eiga svona marga aðdáendur Halo Fórum svo öll saman út að borða, nema Arna og Pabbi því þau þurfti að vinna og fara í skólaferð á mánudeginum... söknuðum þeirra en það kemur að því að við verðum öll og líklegast einn til viðbótar. Takið eftir EINN, er með smá spá í gangi því ég held að Signý sé með dreng. Viktor heldur sig fast við stelpuna og er búinn að setja umslagið góða hátt hátt upp þannig að það kemur líklegast ekki í ljós fyrr en að þessu öllu kemur - spennandi... Arna og mamma segja líka stelpa en pabbi gefur ekki neitt upp...

Jæja ætla að fara að skríða í háttinn, kannski líður ekki eins langt á milli skrifa núna en lofa engu, Góða nótt vinir, Alfan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Váá  hvað þetta eru flottar myndir  takk Alfa mín að leyfa okkur hinum að fylgjast með   og Arna Guðbjörg  með ökuleyfi  já tíminn líður fljótt  næst verður það Jökull með ökuskýrteinið í þinni fjölskyldu pældu í því

kv. Ragna

Ragna(gunni) (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband