9.7.2008 | 09:59
Það er komin dama ;) og frænka svakalega stolt
Já hún Signý er búin að eiga, átti dásamlega stúlku í gærkvöldi, 14 merkur og 51 cm. Daman er með mikið dökkt liðað hár og Signýju sýnist glitta í péturssporið hans Viktors Allt gekk eins og í sögu og mæðgum heilsast vel.
Nú get ég ekki beðið eftir að komast vestur - jafnvel farin að íhuga það að láta mig hafa það að keyra... var víst búin að lýsa því yfir að næst myndi ég fljúga... skilst að það sé ekki hollt fyrir sál loft- og flughræddra. Kemur í ljós.
Við mæðgur létum eins og brjálaðingar í stofunni í gær þegar við fengum fréttirnar.
Var að tala við Signýju áðan og hún bara horfir á dásemdina og brosir. Tímdi varla að fara í sturtu eftir fæðinguna - vildi fá að hafa hana með.
Meira seinna, Ella bíður eftir myndinni
Alfan
Athugasemdir
Takk takk fyrir skjót viðbrögð :) og til hamingju með nýju frænkuna :) hún er flott. kv. ebj
ebj (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 10:14
Hæ hæ,
Alger dúlla. Innilega til hamingju ;)
kv, Nína, Gummi, Sigurður Axel, Elsa Björg og Tara
Nína og Gummi (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 10:24
Til lukku enn og aftur... Hún er algjört æði. kveðja Alma
Alma (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.