Færsluflokkur: Bloggar
13.5.2007 | 19:24
Þá er komið að því að vera mátulega menningarlegur
... og byrja að blogga að staðaldri Hef reyndar gert heiðarlega tilraun til þess sem varð að mánaðarbloggi... sjáum hvað setur með þetta.
Guðbjörgin búin að halda upp á 16 ára afmælið, hmmm já svona eldist maður nú hratt. Litla barnið farið að fullorðnast. Það er svo gaman að fylgjast með því hvernig hún er að spá í lífið. Nú fer hún að spái í alvöru í það í hvaða skóla hún fer, valið stendur á milli MA og VMA, hvor hefur sína kosti.
Svo voru það samræmduprófin... mikið er ég fegin að þau eru frá - veit í raun ekki hvor okkar var trekktari á þessum tíma. Vonandi hefur hún staðið sig þessi elska en það kemur í ljós fljótlega. Nú taka "auðveldu" prófin við og er þá grunnskólaárunum lokið Hún er líka mikið búin að vera að spá í vinnu, búin að fá inn í vinnuskólanum eins og þorri unglinga en langar í eitthvað annað sem hún getur haft með skólanum næsta vetur. Reyndar hélt hún lengi vel að einhver myndi koma hér að dyrum og banka uppá til að bjóða henni vinnu, nei segi sona, hélt að þetta yrði ekkert mál. Mamman búnin að tuða mátulega en það er víst ekki rétta leiðin að unglingnum. Þetta kemur allt í ljós með tímanum.
Mamman er hinsvegar búin að vera í þvílíka gírnum. Þar sem hún hefur ótakmarkaðan tíma - not - ákvað hún að fara á Dale Carnegie námskeið, tíu vikur... reyndar er það alveg frábært og maður vinnur vel í sjálfum sér og sínu lífi. Við áttum til dæmis að velja okkur eldmóðsverkefni svokallað. Þá eigum við að setja okkur eitthvert markmið og vinna vel að því í ákveðinn tíma. Ég valdi að taka skrifborðið mitt í vinnunni fyrir og lauk því á góðum tíma. En til þess að nýta "eldmóðinn" setti ég mér líka fyrir verkefni heima og var það að taka til hendinni og fara að framkvæma það sem mig hefur langað að framkvæma í MJÖG langan tíma en alltaf verið að hugsa um flutninga.
Ég ákvað að; versla sófa - búið, kaupa skáp í eldhús - búið, mála stofu - búin að kaupa málningu, versla sólargluggatjöld í stofuna til að losna við rykugu rimlana - búin og setti þau sjálf upp og stytti og allt , sauma nýjar gardýnur í eldhúsið -búið (gert á meðan Arna Guðbjörg var með 10 unglinga í afmæli...) alltaf að nýta tímann vel - búin að læra það á þessu námskeiði. Framundan eru önnur meiri og skemmtilegri verkefni og vonandi búin að koma mér upp góðu kerfi til að vinna markvisst að því sem mig langar að gera, æfingin skapar meistarann.
Jæja er komin með verki í fingur. Ánægjuleg helgi að baki. Afmælið lukkaðist svo vel þar sem bæði pabbi hennar kom og svo besta frænkan hún Signý. Átti hún von á hvorugu þeirra og þagði ég yfir því svo það yrði óvænt og skemmtilegt, og það tókst.
Bæjó þar til næst, Alfan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)