Færsluflokkur: Bloggar

Þá er ég formlega farin á límingunum...

Já ég er gersamlega að farast úr spenning að fá litla sæta húsið mitt afhent. Það eru núna sex sólarhringar, tvær klukkustundir og fjörtíu mínútur þar til ég að að fá lyklana. Mér sýnist sem það sé búið að tæma djásnið og fyrir utan stendur gámurinn þeirra. Kann ekki við að tékka hvort þau langi að afhenda það fyrr... verð bara að bíða róleg, teipa mig bara saman þangað til. Reyndar er Jói litli bestur í teipinu og spurning hvort maður ýti á hann að koma norður og teipa systir sína. Svo er nú alveg hægt að nýta krafta hans við ýmislegt s.s. bera húsgögn :)

Annars ganga dagarnir sinn vanagang. Vakna snemma og borða kjarngóðan morgunverð - Davíð einka yrði ánægður að sjá þetta ;) - vinna og vinna, gaman gaman, leikfimi, pakka og farast á taugum yfir að selja ekki íbúðina. Þess á milli fer ég á límingunum og þarf að rétta mig af með bíltúrum fram hjá húsinu...

Annar er ég að verða búin að gera alla vitlausa með litapælingum. Það hefur alltaf verið mikið litavesen þegar ég byrja að mála... of gult, og blátt, of bleikt... og allt þetta bara við að velja einfaldan ljósan lit... í Skútagili er stofan t.d. með of rauðum blæ í vissri birtu og svefnherbergið með of bláum blæ. Arg það er svo erfitt að vera svona erfið. Enda örugglega í málarahvítu eða lit sem heitir Rut Kára, kemur í ljós.

Seinna í dag fæ ég að sækja sæta frænda minn sem er að koma frá Ástjörn. Mamman er í borginni og pabbinn að vinna utanbæjar og þá er ég svo heppin að fá að hafa hann þessa elsku. Hann er stundum eins og litli maðurinn minn Wink Hlakka til að sjá hann spila fyrir krakkana í leiksólanum, ef hann er til í það. Hann er svo flinkur á gítar þessi elska. Það verður frábært þegar hann verður frægur og ég get montað mig á að hann sé náskyldur mér hehe.

Jæja untillater, Alfan


Hmm enn og aftur ávítt....

...fyrir að vera lélegur bloggari Cool Það besta við það er það að ég er mjög meðvituð um það og langar mjög mikið að vera duglegri... reyni að bæta úr því.

Þessir dagar fara í það að pakka og aftur pakka. Það er ekki nema ein og hálf vika þar til ég fæ húsið afhent og ætla ég að mála stofuna og holið þannig að við flytjum nú ekki inn fyrsta daginn, sofum þó mögulega ef ég er alveg að flippa :) Arna Guðbjörg pantaði það að hennar herbergi yrði málað fyrst, skoðum það þegar að því kemur. Annars langar mig núna svo að mála panelinn í loftinu í stofunni og holinu en hann er hvíttaður og ég sá í einu húsi hvítmálaðan panel og langar ofsalega mikið að hafa hvítt loft. Ætla að fara á stúfana í dag og spjalla við mér fróðari menn með það hversu mikið mál það er... er svo hrædd um að ég verði svekkt ef ég geri það ekki þegar húsið er tómt.

Um þarsíðustu helgi fórum við mæðgurí brúðkaup suður. Gummi Tommi frændi hennar var að giftast henni Jónínu sinni og forum við á miðvikudeginum suður svo prinsessan kæmist í nokkrar búðir. Með okkur suður fóru Guðbjörg amma, Svavar bróðir Örnu og Hulda Björg með bumbubúann sinn. Þetta var ekkert smá dýrmætur farmur sem ég var með í bílnum InLove Það var ekkert smá skondið að líta afturí og sjá þau þrjú með sinn hvern iPodinn í eyrumum að hlusta, svona er nú nýtíminn. Mamma talar oft um þá daga sem einungis útvarp var í boði og hún söng og sagði sögur á ferðalögum. Það var alger bilting þegar segulbandi kom í bílinn og enn meiri þegar pabbi setti hátalara afturí þannig að þau þurftu ekki að hafa allt í borni framí til að við heyrðum afturí... Það var ekkert smá gaman að fá að taka þátt í þessu ævintýri með þeim og lukkaðist dagurinn með eindæmum vel. Það var bjarta sólksin og allir í spariskapi.  

Annars fórum við Guðrún til Dóru Heiðu vinkonu okkar sem býr nú á Sauðárkrók. Þar kom líka Inga Magg og var rosalega gaman að hittast svona aftur, ár og aldir síðan við hittumst svona margar í einu. Við rifjuðum aðeins upp gamla daga og bauð Dóra okkur í mat, kjúlla og meðlæti, ekkert smá gott. Það er skammarlegt hvað maður fer sjaldan í heimsókn til Dóru, þetta er ekki nema rúmur klukkutími. Bætum úr því þegar við förum að hittast reglulega, ætla að koma með tillögu að reglulegum hitting.

Það sorglega gerðist á föstudaginn að hann Ýmir litli hundurinn hans Jóa litla og Huldu dó. Hann var búinn að vera veikur og átti að skera hann upp og allir mjög bjartsýnir en honum varð bara ekki bjargað. Þessi hundur var ákaflega mikill karakter og var búin að fara ótakmörkuð orka í hann og var hann allur að stillast og gott efni í veiðihund. Nú eru þau skötuhjú að skoða ný got, allir að aðstoða þau og mæla með því að þau fái sér strax annan hund. Þegar að því kemur ætla þau að fá sér algera andstæðu Ýmis þannig að þau upplifi það ekki að þau séu með staðgengil. Þau eru að spá í að fá sér tík og velja hana út frá veiðieðli en ekki sýningarmöguleikum. Sendum þeim skötuhjúum knús og góðar kveðjur.

Jæja verð að fara að koma mér að verki. Fyrsti vinnudagur eftir sumarfrí verður örugglega langurWink Annars voru þetta bara tvær vikur og ætla ég að taka tvær þegar ég er búin að fá nýja húsið mitt.

Later Alfan


Mér finnst rigningin góð ;)

Já það er frábært að fá þessa langþráðu rigningu. Eins og flestir sem þekkja mig vita er ég ekki mikil sólarmanneskja - er alger haustmanneskja ;)

Það var alveg kominn tími á þessa rigningu. Allt farið að skrælna í kring um mann. Jafnvel verður komið vatn í lækinn við Asparlund.

Já við erum á leið á systkinamót í pabbaætt í Asparlundi. Það verður ágæt mæting frá okkur. Jói litli ekki alveg viss um að hann komi en nýfluttu vestfirðingarnir ætla að kíkja. Signý nær að vera í sveitinni í tvo daga áður en hún fer að ferðast...

Annars ekki mikið að segja, er uppgefin eftir Davíðstíma tvo daga í röð... en það er nú góð þreytaGetLost

untilllater Alfan


Endurheimtur

Wink já ég er búin að endurheimta símann minn sem ég fór með í viðgerð fyrir rúmri viku síðan. Það var ansi mikið farið að gefa sig í honum og um að gera að láta laga það áður en ábyrgðin rennur út. Myndavélin var hætt að virka, stýripinninn virkaði bara stundum og svo keyrði um koll þegar hætti að heyrast nokkuð í honum, hvorki í þeim sem ég talaði við eða mér eða hringingu í símanum. Snillingarnir hjá símanum settu nýjan stýripinna, uppfærðu síman og skiptu um eitthvað í myndavélinni. Nú er greyið eins og nýr að innan en ansi lúinn að utan - líkur sækir líkan heim heheShocking Annars var ég alveg komin í gírinn með að kaupa mér nýjan síma, langar svo í samlokusíma en lætt það bíða í bili. Ætli húsið sé ekki nóg í bili og þar að auki er ég búin að lofa barninu/unglingnum að það verði UPPÞVOTTAVÉL í nýja húsinu. Guð hvað ég verð fegin að þurfa ekki að tuða yfir uppvaskinu - ætli það breytist ekki bara í TAKA ÚT ÚR UPPÞVOTTAVÉLINNI TUÐ. Kemur í ljós...

Í gær fór ég í sveitina og fylgdist með fólkinu þar stússast. Aðallega var ég nú að tefja Göspina en náði að smella nokkrum myndum þegar hún og börnin sem hún er svo rík af þessa stundina voru að setja saman trampolínið. Það tók nú skamma stund þegar margar hendur komu að verkinu. Reyndar var smá þolinmæði að koma gormunum í en með þrjóskunni hófst það en við vorum búin að finna létta leið undir lokin en nýtum hana þá bara næst Blush

júlí 07 032  júlí 07 038  júlí 07 040

Jæja þá er næsta verk að koma sér í sturtu og skola af sér svitann eftir erfiða leikfimi. Svei mér þá ef hann Davíð er ekki bara að ögra mér pínu þegar hann veit að ég geri helst þremur meira af æfingunum en hann segir mér að gera - þrjóskan. Er að bæta vöðvamassann hratt og örugglega og er kát með það.

BBÍB, Alfan


ÆFINGAAKSTUR....

Mikið rétt þið lásuð rétt, æfingaakstur... ég er sem sagt komin með svoleiðis skilti aftan á bílinn. Það er alger martröð að segjast ætla að SKREPPA í búðina því Arna Guðbjörg býst alltaf til að koma með og í framhaldinu BÝÐST hún til þess að keyra... ótrúlegt en satt þá er ég rólegri en ég hélt að ég myndi nokkurn tíman vera. Reyndar er hún svolítið utan við sig - reyndar vanalegt - en það er nú kannski ekki sérstakt í umferðinni. Kemur með æfingunni segir ökukennarinn sem lét hana í mínar hendur eftir tíu tíma í ökukennslu.

júlí 07 015

Til þess að fá þetta leyfi þarf að fara tryggingarnar og til sýslumanns. Hjá Vís var það Gísli félagi pabba sem tók á móti okkur og brosti út í annað. Við ákváðum í sameiningu að pabbi yrði líka skráður sem leiðbeinandi hehe. Svo tilkynnti ég honum það í gær og varð kallinn pínu spenntur en líka pínu áhyggjufullur yfir "litla unganum"´hún er nú yngsta barnabarnið...og það eina fyrir utan öll dýrin sem viðrast safnast í þessa fjölskyldu. Þá verður gaman að heyra í Örnu eftir fyrsta skiptið þeirra saman og rifjast þá líklegast upp dagarnir þegar pabbi var að kenna mér á bíl á planinu hjá Útgerðafélaginu, fer mér seint úr minni.

Í morgunsárið fékk ég ákaflega góða sendingu. Það var hún Guðrún dóttir vinkonu minnar sem kom færandi hendi með geisladisk sem hún söng sjálf inn á . Hún var á námskeiði í Söngskólanum og bauð mér upp á sitt einsdæmi á tónleikana. Ég færði henni rós eins og hitt fræga fólkið fær á tónleikum. Guðrún var ákaflega ánægð með þetta og færði mér þennan dásamlega disk með tveimur lögum, Kvæðinu um fuglana og Söng súkkulaðiprinsessunnar. Þetta er dásamlegur söngur og sé ég fyrir mér að hún eigi eftir að gera það gott í framtíðinni daman. Ég er svo heppin að hafa fengið að fylgjast með henni daglega síðustu fjögur árin í leikskólanum og séð hana springa út í söngnum. Hún er sko með dásamlega rödd og er einstaklega lagviss, alltaf áttund fyrir ofan alla hina ;), frábært hjá þér kæra vinkona.

júlí 07 009  júlí 07 010

Jæja þetta er orðið gott í bili, vonandi fæ ég hrós frá þér Gösp fyrir að setja inn tvær færslur á einum sólarhring ;)

Kv.Alfan

 


Það hlaut að koma að því...

Ég held að ég sé heimsins versti bloggari. Mér finnst svo gaman að fylgjast með bloggi annarra að ég bara gleymi að blogga sjálf og nú skammaði Göspin mig svo ég set hér inn nokkur orð.

Útilegurnar voru skemmtilegar og erum við mæðgur orðnar ansi góðir tjaldarar. Svo er ættarmótið um næstu helgi og er stefnan að tjalda þar líka og tel ég mig ákaflega mikla hetju að vera svona dugleg í tjaldútilegum...  Líklegast eru 14-15 ár síðan ég var síðast í tjaldi - hef verið að fellihýsast og haft lítið gaman af pöddu og grasaveseninu.

Þannig er mál með vexti að ég fór í vor á námskeið  - Dale Carnegi - og þar á maður að taka sér tak og vera duglegur að fara út fyrir þægindahringinn sinn, brjótast úr viðjum vanans. Ég tel mig hafa verið mjög duglega eftir þetta námskeið og ætla mér að ná enn lengra með sjálfa mig... og hana nú.

Tjaldútilegur eru eitt af því sem var fyrir utan minn þægindahring en vit menn þetta er alls ekki svo slæmt ef maður bara leggur sig fram GetLost Svo er það að framkvæma hluti, ég tók mér tak og var dugleg við að framkvæma hugmyndir og annað skemmtilegt og þá loksins fóru hlutirnir að gerast. Nú er ég sem sagt á leiðinni að flytja og þarf að taka GEYMSLUNA í gegn því ég ætla ekki að flytja með DRASL, hvað þá eld gamalt drasl sem hefur ekki verið notað í mörg mörg ár. Í nýja húsinu mínu verður allt svo flott og fínt og auðvitað KJARNAÐWink ... ALLT Á SÍNUM STAÐ. Eins dreif ég mig í leikfimi eftir margar tilraunir - misheppnaðar tilraunir - og var ákveðin í að það myndi takast og ég er þar enn, með aðstoð Davíðs einkaCool. Nú skal þetta takast þó það taki mig nokkurn tíma...

Jæja er orðin sybbin og farin að blaðra og blaðra - eins og blaðra *fimmárahúmoraðmatidótturinnar*

Góða nótt, Alfan


Á leið í útilegu

Jæja þá á að fara að leggja land undir fót og búnar að versla tjald (búnar að hafa það ofurgott undanfarin ár með að fá að vera í fellihýsinu hjá mömmu og pabba). Í ár ætlum við að breyta til og fjárfestum í tjaldi og öðru "útilegustöffi".  Arna Guðbjörg mátulega spennt að fara í Hjallaútilegu með mér en það á nú örugglega eftir að breytast þegar stemningin á liðinu kemur í ljós. Það er svo gaman þegar Hjallastefnufólk hittist þá er svo mikið sungið og hlegið.LoL 

Við í vinnunni erum búin að sjá þetta í hyllingum að börnin sitja við eld og grilla sér sykurpúða og syngja með okkur. Þetta verður ægileg stemning en við mæðgur förum að vísu ekki fyrr en á laugardag þar sem það er ættarmót - einmitt hjá Rauðumýrarættinni :) - og langar okkur að fara þangað í kvöld. Ótrúlegt hvað allt þarf að vera á sömu helgunum yfir sumarið..., heppilegt að geta skipt sér svona. Cool


Dásamlegir dagar

Smile Já svona er ég á svipin allan daginn þessa dagana. Þetta er dásamlegasta sumarfrí sem ég hef átt í mörg ár. 

Fór í dag og fékk að mynda inn í húsið. Búið að taka það af netinu þannig að ég hafði ekkert að gera á kvöldin... Arna Guðbjörg segir að það séu komin för í götuna eftir mig... keyri stundum framhjá, eða svolítið oft. Set nokkrar myndir inn á eftir.

júní07 248

Í morgun sótti þér þá bræður Elvar og Guðfinn í sveitina og við erum búin að dúllast  í dag. Fórum aðeins í garðinn og Elvar sló meðfram öllu með orfinu og rakaði það slapp undan vélinni hjá Örnu Guðbjörgu. Fórum líka í Brunju og fengum okkur ís áður en við fórum yfir í heiði og skelltum nokkrum myndum fyrir húsmóðurina í borginni. Bræðurnir léku sér smá og varð Guffi frekar rykugur en það er nú víst eitt af því sem hann er svo góður í...

gosp130607 022

Geri ekki mikið annað en að hugsa um húsið mitt. Á morgun verður komið að mynda mína íbúð. Búin að sjæna vel og er farin að hugsa "ætlað ég að flytja með þetta" og hendi því beina leið í svartan poka ef ég svara sjálfri mér neitandi. Það er ótrúlegt hvað maður sankar að sér miklu dasli. Þarf að bjóða vinkonum mínum úr Föndrunum í heimsókn til að fara yfir fönurdótið. Ætla ekki að flytja með allt þetta drasl í fína flotta húsið  mitt, reyndar hef ég ekki mikinn tíma í föndur núna en fikta við eitt og eitt, ekki mikið þó.

Er að sálast úr strengjum eftir tvo hörku tíma hjá Davíð og er að fara í fyrramálið. Árangurinn strax farinn að skila sér í betra þreki, sjúkkit. Hlakka til þegar meira fer að gerast. Núna er hann bara að kanna hvað ég þoli og sagði ég strax eftir fyrsta tíma að hann héldi greinilega að ég væri alger aumingi því ég fann ekki fyrir neinu. Í næsta tíma þyngdi hann um 40% og hló, síðan er hann búinn að bæta meiru við og ég er sem sagt með strengi FRÁBÆRT...

Jæja ég ætla að fara ð koma mér í háttinn, Davíð er ekki ánægður með það hvað ég fer seint að sofa, það er víst hluti af ferlinu að fá jafnan svefn á sama tíma... einmitt fyrir mig eða þannig. Jú ég get þetta alveg, þarf bara að hætta að hangslast langt frameftir. Ég hef alltaf verið þannig að ég vinn best eftir 10 á kvöldin - óhollt segir þjálfinn.

BBÍB (bless bless í bili), Alfan

 


Húsakaup

Nú er ég komin í viku sumarfrí, tek næsta frí í lokuninni 9-20 júló og svo eitthvað þegar við FLYTJUM, já kellingin er búin að versla smá...hún heypti sér HÚS. Já loksins þegar hún fór í sumarfrí og hafði ekkert að gera í einn dag fór hún bara að versla.

Húsið stendur við Rauðumýri og er númer 14. Það skemmtilega við þetta allt saman er það að þetta hús byyggðu langamma mín og langafi... þau Margrét og Anton ;) Það er alsæla í fjölskyldunni - þeir sem vita þetta - með að húsið er komið í fjölskylduna aftur.

Arna Guðbjörg er búin að halda því fram í tvö ár að ég finni aldrei hús sem stenst allar mínar óskir og væntingar. Þetta hús hefur nánast allt sem mig langaði. Síður gluggi - já, gluggi á baði - já, hár gluggi - já tveir, bakdyrainngangur - já, sér þvottahús - já, aukaherbergi - já, pallur - já, auðhirtur garður - já einstaklega snyrtilegur að auki, sér bílastæði - já, bjart hol - já... það eina sem var að verða heitt hjá mér var bílskúr en só þegar maður fær svona flott draumahús ;)

Þannig að frökenin þarf ekki að fara í arkitektinn eins og hún hélt fram til þess að hanna hús handa mömmu - það er fundið Wink

rauða

http://mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=250536

Í dag fékk prinsessan á bauninni einnig ósk sína uppfyllta og mammana aðstoðaði hana viðað lita kollin dökkann - er sem sagt orðin dökkhærðari... Ég er lengi búin að humma þetta en það þýðir víst ekki að hafa alltaf vit fyrir unglingnum þannig að hún fékk að prófa og er svona alsæl. Langamma hennar í Rán var frekar hissa en eftir þessu tók hún hálf blinda konan. Hafði orð á því að hún hafi nú verið fín hinsegin. Amma er sko búin að upplifa ýmsar breytingar hja börnum og barnabörnum og nú barnabarnabarni. Ég man enn þegar Signý klippti sig eins og stríðsfanga... árið sem hún var tekin af hasshundinum í Vestmannaeyjum Undecided. Amma spurði bara kurteisislega hvort hún ætlaði nokkuð að klippa sig svona stutt aftur... kurteis en sniðug hún amma. Amma annars hress og var mjög ánægð með húskaupin mín.

Signý systir var svo kát með kaupin mín að hún táraðist þegar hún skoðaði myndiranr á netinu og gat ekki annað en sent okkur blóm. Ekkert smá flottur vöndur sem ún sendi okkur, takk Sygný. (dökkhærði krakkinn á myndini er frökenin... svona ef þið fattið það ekki...)

júní07 138

Bið að heilsa í bili, á morgun eru mörg verk fyrir höndum varðandi húsakaupin s.s. að fá greiðslumat og athuga með viðbótarlán og þess háttar, jubbí

Kveð í bili, Alfa alsæla sem á svo sætt lítið hús Smile


Borgarferð að baki

Jæja þá er borgarferð að baki. Við mæðgur brugðum okkur af bæ og skelltum okkur í borgina þrátt fyrir það að hvorki Signý sæta væri þar eða Arna stóra. Signý var í sveitinni sinni verðandi og Arna á Akureyri Wink 

Við vorum í góðu yfirlæti í íbúðinni hjá Örnu stóru. Reyndar var húsið allt í boði en Örnu Guðbjörgu fannst það ekki eins girnilegt því henni finnst húsið allt of stórt. Hún er einstök þessi elska með tilfinningar fyrir hlutum... Þetta ver frábær afslöppunarferð og átti að vera það. Við ætluðum reyndar í fleiri heimsóknir en við fórum í en það koma ferðir eftir þessa ferð. Við voru í búðum á daginn og straujuðum kort... Guðbjörgin kláraði sinn pening á fyrsta degi og eftir það var það bara sjarmabrosið sem gilti. Ég var búin að lofa henni buxum og kom formleg beiðni frá ömmunni að þær yrðu frekar heillegar, sagt þegar hún horfði á hana í gömlu Blend buxunum sem mamman er búin að reyna að henda tvisvar. Þær eruð gauðrifnar og ljótar en misjafn er smekkur manna.

Svo skemmtilega vildi til að Arna Guðbjörg fann LOKSINS rúmteppi sem henni líkar. Við erum búnar að leita að teppi í tvö ár - búin að eiga pening sem amma Guðbjörg gaf henni í afmælisgjöf og ekki eytt honum allan þennan tíma. Rúmteppið er grátt með svörtu blómamunstri. Það er íslensk hönnun- ekki slæmt það - og er í LÍN design línunni sem fæst í EGG. Reyndar er það greinilega svo nýtt að það er ekki komin mynd af því á vefinn. Nú er sem sagt á döfinni að gera herbergið hennar upp og taka út "gamla" dótið, mála og punta upp á nýtt. Nýi stíll dömunnar er á dagskráCrying Nei ég segi svona. Hún er að rokkast svolítið daman og verður bara gaman að takast á við að koma þeim stíl á herlegheitin. Annars er svo gaman að vinna með henni því hún hefur ákveðnar skoðanir og oftar en ekki frábærar hugmyndir - ekki dóttir mömmu sinnar fyrir ekki neitt -. Það er alveg kominn tími á að taka töl höndunum þar inni og koma einum stíl á herbergið, búið að vera svolítið "hitt og þetta" stíll. Verst að vera ekki búin að tala við Innlit Útlit, veit reyndar ekki hvort við erum nógu snobbaðar og miklar merkja manneskjur fyrir þann þátt... Afrakstur þessa verður að öllum líkindum settur inn hér síðar, bíðið bara.

Í þessari skemmtilegu og afslöppuðu borgarferð kíktum við tvisvar á Jóa og Huldu og "litla" strákinn þeirra. Svei mér þá ef hann er ekki bara að verða hlýðinn prinsinn, byrjaður á námskeiði númer tvö í hlýðni.

Kíktum svo á Gumma, Jónínu, Sigurð Axel og Elsu Björgu. Þar voru amma Guðbjörg og Axel afi líka. Svo enduðum við ferðina á afmælisveislu þar í húsi. Elsa Björg að halda upp á tveggja ára afmælið sitt og Gummi upp á **, fylgdi ekki sögunni hvað árin voru mörg.

Brunuðum svo heim og beint í að skúra, gaman gaman. Kisa alveg galin þegar við komum heim og alls ekki kát að vera lokuð inni á baði á meðan við bárum herlegheitin inn .

Nú er bara að koma sér í háttinn, eftir norðlenska sturtu. Hlakka mikið til að sofa í mína dásamlega rúmi.

Síðar, Alfa


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband