Færsluflokkur: Bloggar

Gaman á læknavaktinni

Já ég endaði með því að fara á læknavaktina nú í kvöld. Búin að ætla að kíkka á doksa síða fyrir helgi. Er með svakalega hálsbólgu og vildi athuga hvort þetta væru kokkar sem eru að ganga í leikskólanum. Kemur í ljós á miðvikudaginn hvort ég sé heil eður ei.

Hef engan tíma til að vera lasin þessa dagana og reyni að bíta á jaxlinn. Svo er ég að fara á námskeið um helgina, Feng shui. Búin að vera mjög spennt fyrir þessu lengi og Malla í vinnunni benti mér á þetta þar sem ég var að tala um þetta við hana fyrir tilviljun um daginn. Hlakka mikið til og ætla mér ekki að vera veik... eins og ég ráði því hemm hemm.

Það verður gaman að sjá hvað þessi fræði segja og hvort ég þurfi að endurskipuleggja mikið í nýja fína húsinu mínu. Kemur í ljós um helgina, hlakka mikið til.

Pantaði í dag skrifborðið og hillurnar inn í aukaherbergið og það verður frábært að fá skrifstofuaðstöðu þegar ég þarf að vinna heima. Búin að vera á borðstofuborðinu undanfarið ár en langar að hafa fínt í stofunni minni og hætt að vera með skrifstofuna þar... Langþráður draumur að rætast.

Fasteignasalinn hringdi í dag, er að vona að það komi tilboð í vikunni, krossum fingur og höldum niðri í okkur andanum Shocking

Signý og Viktor voru hér um helgina að sækja nýja kaggann hennar Signýjar. Nú þegar hún er farin að keyra á milli á vestfjörðum er víst nauðsynlegt að eiga jeppaling. Minnkaði ekki löngun mín í einn slíkan þegar ég fékk að prufa hann um daginn. Koma tímar kemur jepplingurWink Viktor bauð í svartfugl á laugardagskvöldinu og svo kíkt þau hér í hádegiskaffi áður en þau renndu vestur á sunnudeginum. Alltaf gaman að sjá þau og nú bíð ég bara eftir að Signý fari að opna blogg til þess að það sé hægt að fylgjast með byggingaframkvæmdum hjá þeim. Allt að rokganga hjá þeim, kominn stigi á milli hæða sem er víst alger lúxus...hehe

Fór líka í reisugil yfir í heiði á laugardagskvöldið og skemmti mér konunglega þar. Alltaf gaman að fylgjast með fólki sem er búið að fá sér nokkra "bauka" hehe. Svo bara keyri ég heim og vakna eldspræk og hugsa til þeirra sem eru "þreyttir" í hausnum. Gaman hvað þetta er búið að ganga vel hjá þeim hjónakornum og verður gaman að aðstoða þau við að leggja lokahöndina á allt. Verður gaman að mála með Göspinni aftur eins og við hjálpuðumst að hér í Rauðu.

Á sunnudaginn fórum við í skírn hjá Huldu Björgu og Gísla, daman fékk nafnið Arna Karen. Meira hvað þetta er smekklegt fólk. Við Hulda Björg erum með svo svipaðan smekk InLove Hún gat víst ekki hætt að hugsa um Örnu nafnið frekar en ég forðum daga. Það er nú svo gaman með það að í kvenlegg hjá Guðbjörgu og Axel eru nú fimm kvenmenn. Þrír þeirra heita Arna og tveir Björg (að seinna nafni) auk Guðbjargarinnar minnar. Skemmtilegt að skoða þetta, frekar einfalt, öruggt og þægilegt.

Göspin átti afmæli í dag og fékk ég hana til að kíkka á mig og færði henni pakka. Fannst hún þurfa að eiga blóm eins og ég. Sýndist hún verða ákaflega glöð með þau, verða geggjuð í nýja húsinu hennar, fyrsta des segir hún. Trúi því alveg.

Jæja verð að fara að koma mér í háttinn. Ætla að skella í mig einni verkjatöflu, búin að spara það í allan dag til að taka fyrir nóttina.

Later, Alfan


Dásamlegur vinnustaður

Já heppin er ég að fá að stjórna svona frábærum vinnustað.

Í dag fékk ég að fara á slökkvistöðina þar sem leikskólarnir voru að skrifa undir samning við slökkviliðið. Ég tók með mér tvö elstu börn leikskólans, máttu bara koma tvö með skólastjóranum, og við fórum í taxa á slökkvistöðina. Þetta var mikil upplifun fyrir þau og mikið var ég stolt af þessum stilltu börnum, þau voru til fyrirmyndar. Það var dásamlegt að upplifa með þeim fyrsta skiptið í leigubíl, ákaflega spennt og enn meira stolt Wink

DSC00695

Annars ganga dagarnir mikið til út á það saman nema hvað DK er í fríi þessa vikuna og ég ræð hvenær ég fer í leikfimi... hentar mér  hreint ekki því ég virðist draga það í lengstu lög hemm hemm. Sleppti reyndar deginum í dag vegna búðarferðar og gjafainnkaupa. Var komin með svo skelfilegan hausverk að ég ákvað að slappa bara af.

Var að klára endalaust dúlluteppi. Er búin að vera að dúllast við að gera dúllur undanfarna mánuði, gripið í þetta annað slagið. Mikið var gaman að setja það saman og sjá afraksturinn. Þá mundi ég eftir marglitum dúllum sem ég gerði fyrir langa löngu og er að vinna í að setja þær saman og gaman verður að sjá afraksturinn. Þetta er verkefni sem við Föndrurnar ákváðum í vor og erum víst mis duglegar að dúllast en ég ætla að gera annað teppi til að eiga bæði blátt og bleikt, fæ ekkert að vita hjá litla bróa þannig að ég ætla að sjá við þeimog eiga sinn hvorn litinn :) sniðug get ég verið hehe. Kannski verður þetta bara frænkuteppi því mamma er komin í hlutverk ömmu Ölmu og gerir teppi A la amma en hún gerði geggjuð teppi handa okkur sem vorum búin að eiga börn áður en hún fór.

DSC00711            DSC00712

Þrílita teppið                                 Afgangateppið sem er í samsetningu

Ég fór sem sagt að versla áðan og veitti víst ekki af, mikið kvartað úr unglingaherberginu. Þetta er það allra allra leiðinlegasta sem ég geri og geri það þá bara almennilega þegar ég á annað borð fer hehe.

Þar sem ég hef ekki eins græna fingur og ég hefðu kosið fór ég um daginn og keypti mér silkiblóm. Búin að sjá þau oft í glugganum hjá Gunnhildi vinkonu í Blómabúð Akureyrar. Þau koma líka svona ljómandi vel út í fínu pottunum sem ég keypi fyrir nokkrum árum og langaði svo í falleg blóm í þá. Nú er þetta sem sagt orðið að veruleika og það í nýja fína húsinu mínu InLove

DSC00708

Jæja læt þetta nægja í bili, Ella frænka pottþétt ánægð með mig núna hehe. Gaman að vita að hún les bloggið daglega... það er þegar ég blogga...

Later, Alfan


Þá á ég húsið ALLT

Já í dag skrifaði ég undir síðustu pappírana og greiddi lokagreiðsluna... hefði alveg viljað vera búin að selja Skútagilið fyrir þennan dag, en það tókst nú ekki. Nú er bara bullandi yfirdráttur í gangi en vonandi rætist úr þessu fljótt. Það var frekar skrýtið að millifæra í með einum ENTER takka tæpar fimm miljónir...

Nú er ég að fara að panta inn í aukaherbergið. Það hefur setið á hakanum en það er nauðsynlegt að fá smá skrifstofuaðstöðu því t.d. var ég að vinna bæði laun og gjöld hér heima í síðustu viku og það fer allt í rusl á borðstofuborðinu á meðan, rétt eins og í Skútagilinu forðum daga. Já lúxusinn að fá aðstöðu fyrir tölvu og pappírsdót Smile Ekki vil ég hafa ruslalegt í nýja húsinu hehe.

Fór líka í rúmfatalagerinn í dag og fékk nú mun betri og skýrari svör en síðast. Hann bauðst til að panta stólana að sunnan - meira en sá sem afgreiddi mig síðast og ég fékk á tilfinninguna, með réttu, að hann vissi ekki alveg hvað hann væri að segja. Þeir áttu ekkert vona þessum stólum eins og hinn sagði auk þess sem þeir voru til fyrir sunnan þó hinn segði að þeir væru ekki til... bara snjall afgreiðslumaður eða þannig, það er ekki fallegt að ljúga... Hlakka mikið til að fá stólana og sjá eldhúsið heillegt.

Sleppti leikfimi í dag þar sem ég fór í neglur og svo langaði mig bara að hangsa svolítið í kvöld. Búin að lofa sjálfri mér því að vera dugleg og ætla að standa við það næstu daga. Davíð er í fríi í útlöndum í næstu viku svo ég þarf að standa mig vel og fara eftir prógramminu sem hann gerði fyrir migGrin

till later, Alfan


Helgin liðin

Já góð helgi liðin. Mikið hlakkar maður alltaf til þessara blessuðu helga, frábær afslöppunartími og gaman að dúlla sér í húsinu sínu.

Ég afrekaði ýmislegt þessa tvo daga. Á laugardeginum tók ég fellihýsi foreldranna í gegn. Þau eru búin að vera með annað stæðið í leigu nú í haust... Gott að geta hjálpað til á móti bílaviðgerðum sem pabbi lendir alltaf hreint í. Þegar ég var búin með fellihýsið fór ég með bílinn í þvott og hreinsaði svo sætin í honum, ekki veitti af. Að er svo furðulegt með það að maður verður alltaf svo hissa að maður geri hlutina ekki oftar þegar maður er sæll með árangurinn. Gaman að hafa bílinn skínandi hreinan og fínan, búið að skipta um rúðu sem er búin að vera brotin í nokkra mánuði... pabbi lagaði nottla.

Laugardagskvöldið var letikvöld og gott að liggja undir teppi.

Á sunnudaginn hélt ég áfram að punta og skrapp svo yfir til Guðrúnar og Sigga. Þar fékk ég að vera handlangari hjá Guðrúnu sem var í hlutverki rafvirkja þann daginn. Það er svo dásamlegt með hana vinkonu mína að það stoppar hana fátt. Hún ÆTLAR að láta hlutina ganga og þá ganga þeir. Hún fékk pabba sinn ekki til að koma norður og hjálpa til við rafmagnið þannig að hún bara GERÐI ÞETTA SJÁLF. Á laugardeginum hafði hún sett einangrunina í loftið í bílskúrnum. Já hún er einstök og algerlega frábærGrin Ég tók smá brussutakta þegar við vorum að setja farg á spýturnar úti og datt í brekku með spýtu ofan á mig... gerið aðrir betur. Það verur nú einhver að sjá um skemmtiatriðin hehe.

Vinnuvikan fór vel af stað og það er dásamleg tilfinning að hlakka til að fara í vinnuna, það er sko mjög dýrmætt.

Eigið góða daga, Alfan


Eldhússtólar...

Já í dag ætlaði ég að hendast og kaupa eldhússtóla. Búin að hringja í epal og athuga hvað Sjöan kostaði... 33 þúúúússss. Já held að ég segi pass við því þó mig langi ógeðslega í þá en ég sá nú ágætis stóla í Rúmfó á 2990, reyndar voru ekki til fjórir en eiga að koma í næstu viku. Einstaklega lipurt staffið í þeirri búð. Ætlaði varla að nenna að athuga þetta fyir mig, var allt örugglega og kannski... hlakka til að sjá hvort þeir komi eða hvort hann hafi bara verið að reyna að losna við mig.

Loksins ætlaði ég að vera rösk og klára eldhúsið og þá þarf ég að bíða smá. Þarf að vera dugleg um helgina og klára það sem eftir er. Nú er skrifborðið komið í Ikea þannig að ég þarf bara að panta það. Veit reyndar ekki hvort ég treysti þeim á Flytjanda aftur fyrir vörum. Tekur einhverjar vikur að fá endurgreiddar vörurnar sem þeir skemmdu í flutningunum. Ótrúlega pirrandi að þurfa að bíða og svo fæ ég ekki einu sinni flutninginn endurgreiddan og þarf að greiða aftur undir það sem ég panta aftur... hvað er réttlátt við það. Afgreiðslukallinn voða miður sín og sagði að sér finnist það líka óréttlátt en svona væri þetta bara.

Ákaflega kát að vera búin með herbergið hjá Örnu Guðbjörgu. Nú á hún bara eftir að raða í hillur og SNYRTA pínu í herberginu. Vona að það gerist um helgina - ótrúlega busy þessi krakki.

Fer í að setja filmu í eldhúsgluggann og inni í svefnherbergi hjá mér um helgina. Þarf að æfa mig pínu í að skera út munstur áður en ég fer í það. Kannski æfi ég mig bara í geymsluglugganum. Langar að setja í hann hálfann svo það sjáist ekki það sem ég hef í glugganum þar.

Mamma og Guðrún gera endalaust grín af mér með hvað það gengur allt hægt hjá mér. Hjá Guðrúnu gerist allt á ofurhraða... en ég er akkúrat andstaðan... þarf að hugsa og spá og prufa. Ekki beint fyrir mína bestu vinkonu, samt erum við bestustu bestu vinkonurWink Þau kíktu einmitt með sjúkling hér í gær og ég fékk að hjúkra Bjarkaling aðeins. Fórum svo saman í afmæli til hans Mana, með bardagafiska í farteksinu. Samt heppilegt að Elvar var ekki búinn að tala þá til dauða í bílnum. Hann talar svolítið mikið þessi elska, og er alger perla  eins og sjötugur kall þegar hann byrjar Halo 

Jæja best að koma sér í háttinn, búin að borða, vinna, leikfimi, sturtast og þá er bara svefninn eftir. Mér finnst dagarnir og vikurnar þjóta áfram og alltaf sama rútinan. Reyndar ber þetta ágætan árangur og er erfiðisins virði.

Biðað heilsa í bili, Alfan


færsla tvö þennan daginn...sú fyrri var frekar gömul en búin að vera óbirt lengi ;)

Nú er ég aftur mætt og ætla að vera duglegri, þó ekki væri nema bara mín vegna til að muna hvað á daga okkar drífur... aldurinn farinn að segja til sín.

Við mæðgur höfum staðið í ströngu undanfarið þó meira fari fyrir mínum framkvæmdum er Guðbjargarinnar... mikið að gera í félagslífinu skilst mér.

Unglingurinn er sam sagt byrjaður í framhaldsskóla og sýnist mér hún vera ansi kát. Ákváðum að hún yrði alltaf í mat þannig að við erum báðar búnar að borða heitan mat i hádeginu og ekki eins mikið stress að hafa svaka kvöldmat. Maturinn í MA er mjög heimilislegur enda borða nemar á vistinni þar daglega þannig að það er mikið spáð í að hafa hann venjulegan og heimilislegan. Þessir dagar hjá henni fara í það að kynnast bekkjarsystkinum sínum og skólanum. Smá erfitt að læra að rata en það er víst allt að koma hjá henni. Busunin gekk líka vel og var dagurinn fyrir formlega busun óvæntur og þau látin skríða um gangana og krassað í andlitið á þeim og þau pínd "fallega". Sjálf busunin var líka skemmtileg og voru þau klædd upp og máluð eins og pönkarar, með gel í hári og pönkuð andlitsmálning í svörtum tættum bolum. Dagurinn endaði með því að þau fóru saman út að borða og svo var ball um kvöldið. Hún var alsæl en þreytt þegar hún kom heim.

Set hér inn nokkrar myndir sem sýna hvað það er hægt að hafa það kósý í herberginu sínu Happy

- ágúst '07 242     - ágúst '07 246     - ágúst '07 355     - ágúst '07 361

Hún er líka búinað vera dugleg í leikfimi. Hún og Kartín vinkona hennar fara til skiptist í Body Jam og Boxercise. Örnu Guðbjörgu finnst Boxercise skemmtilegra en Body Jam allt í legi en það er öfugt hjá Katrínu þannig að þær fara til skiptisWink Þær eru svo fyndnar saman, eins og gamlar kellingar þegar þær byrja. Það er nú dásamlegt að eiga svona góða vinkonu, alveg ómetanlegt.

Annars afrekuðum við það í dag að fara og panta plötu í skrifborðið hennar. Búnar að gera eina tilraun til að panta úr Ikea en snillingur á Flytjanda var svo mikið að sýna sig á lyftaranum að hann klúðraði málinu algerlega og missti skrifborðsplötuna og braut hana... nenntum ekki að  bíða í aðra viku eftir nýrri plötu þannig að við fórum í smá hönnun og Arna Guðbjöeg teiknaði upp skrifborðið sem hana langaði í og við söguðum það til , máluðum og skelltum síðan fótunum undir - þeir komu sem betur fer heilir úr fallinu hjá drengnum. Útkoman varð stórglæsilegt borð og alsæll og pínu montinn unglingur Wink Merkjum það líklegarst "Arna design", þetta er nú einmitt það sem hún elskar mest, að hanna. Hún er sko stút full af hugmyndum þessi krakki - líkist kannski mömmu sinniSmileSmile

sept´07 062   sept´07 073   sept´07 094

Við heimilistækjaflotann hefur einnig bæst við uppþvottavél. Var loforð mitt til yfir uppvaskarans að það yrði uppþvottavél í nýja húsinu. Þapð er sko dásamlegt að þurfa ekki að böggast í uppvaskaranum og horfa á leirtauið safnast upp... nú bara þvær hún á kvöldin og allir brosaGrin

- ágúst '07 348

Nú er allt að verða mun huggulegra og er ég búin að fá pabba í að setja upp geggjaða ljósakrónu sem mig er lengi lengi búið að dreyma um, langa kristalskrónu. Skellti mér í Simens með umslagið sem "aukapeningur" fer í og fjárfesti í henni. Það er svo frábært í nýja húsinu mínu að það er dimmer á öllum stofuljósunum þannig ða ég ræð birtunni í krónunni og það er geggjað, allt frá rómó til "pabbabirtu" (sem er súperbjart).

sept´07 124

Jæja best að fara og dúlle mér aðeins við að punta í nýja húsinu mínu InLove

Later, Alfan


He he komin aftur... geggjaður bloggari eða þannig...

já það er búiða vera frekar mikið að gera. Dagarnir ganga út á það að vakna-vinna-leikfimi-borða-reyna að taka upp úr kössum og sofa...

Reyndar var helgin fín. Á laugardaginn var ég dugleg að taka upp úr kössu og á sunnnudaginn fórum við mæðgur í garðinn og vorum þar allan daginn. Það er heljarinnar verk að klippa þessa dásamlegu runna. Reyndar eru þeir að hluta svolítið berir en hugmyndin að klippa þá niður í vor. Þarf aðeins að vinna í nágrannanum mínum sem segist eiga hluta þeirra með mér. Svolítið sérstakt að annar nágranninn (í 16) segist eiga runnana með mér en þau í 12 segja að ég eigi þá ein... Ætli ég heyri ekki í Steina frænda og finni út úr þessu. Sem sagt eru runnarnir orðnir snyrtir núna, nema sá hluti sém ég þarf að dobbla pabba í að klipppa því mig vantar þesssa nokkra cm til að ná upp á toppinn...

En eins og ég sagði þá er ég enn að taka upp úr kössum og er ótrúlegt hvað maður á mikið af drasli. Búin að ákveða hvernig skrifborð verður í herberginu og panta það þegar það kemur nýtt vísa... Þrengir aðens efnahaginn að eiga tvö hús en þegar annað er svona dásamlegt þá bara lætur maður sig hafa það.

Já mér finnst ég búin að eiga heima í þessu dásamlega húsi lengi lengi. Greinilega okkur ætlað og frábær andi í því. Hugsa enn daglega um það hvað ég er heppin InLove

Set inn nokkrar myndi en er reyndar ekki búin að vera nógu dugleg að mynda, svona er nú forgangurinn, hehe.

Later, Alfan


Jæja þá er allt komið inn í húsið ;)

Já nú er allt dótið okkar komið inn í húsið. Ég fékk flutningabíl á laugardaginn og komu margar góðar hendur að hjálpa okkur. Guðrún, Siggi, Elvar, Þórður, Gísli, Lilja, Valli, Valdís, Solla, Þröstur og Alma. Ekkert smá dásamlegt að eiga svona góða að. Nú getur pabbi andað rólega því honum fannst alveg agalegt að vera að fara í hestaferð á meðan ég þyrfti á kröftum hans að halda Wink Hann fær bara að fara í ljósin kallinn þegar hann kemur og jafnvel að finna út úr loftnetsmálum. Hann ætti að vera reynslunni ríkari í sjónvarpsloftnetsmálum því þegar hann selur Víðimýrina - ef það verður einhverntíman - mun hann þurfa að láta loftnetsleiðavísi fylgja með...hehe. Það tók ekki nema 20mín að koma ölu á bílinn og annað eins að tæma hann í Rauðu. Bara snilldarfólk að hjálpa til, takk innilega allir góðu vinir.

Jæja ég vildi bara aðeins láta vita af okkur. Bíð spennt eftir að fá nettenginguna heim - ég græna ð halda að þetta tæki klukkutíma. Nei nokkrir dagar fara í að færa tenginguna...bíddu eru þetta ekki bara smá víxl á leiðslum... Bíð spennt eftir að setja inn myndir, koma þegar tengingin er klár.

 

later, Alfan 


Loftið er orðið hvítt

Já við erum búnar að mála loftið, tók heila þrjá daga að pensla og pensla og pensla. Arna Guðbjörg er búin að vera mjög dugleg og fór allur sunnudagurinn hjá henni í það að pensla, á mánudagskvöld penslaði hún hluta og við Guðrún kláruðum það seinnipartinn í gær. Auðvitað sá  ég alltaf skugga í gegn, vesenarinn, þannig að í gærkvöldi pensluðum við mæðgur þriðju umferðina og held ég að hún sé lokahnykkurinn - kemur í ljós þegar ég kem heim í dag hvort ég er sáttWoundering Það hlýtur reyndar að vera, ég sá ekkert í gegn þegar ég fór að sofa en það var náttúrulega farið að rökkva og málningin blaut. Spennandi að koma heim hehe.

Síða er stefnt á að í dag að fara í veggina og ætlar Guðrún frænka að koma og mála með mér. Það er sko frábært að eiga svona góða vinkonu. Hlakka til þegar þetta er allt búið og ég gert farið að sækja húsgögnin mín og farið að hafa alla fallegu hlutina mína í kring um mig.

Annars fékk ég svarbréf við beiðni minni um að fá að leigja út íbúðina mína. Hún var sem sagt í félagslega kerfinu og núna þegar þeir eru búnir að firra sig allri ábyrgð á henni vilja þeir samt fá að ráða hvort ég leigi hana og á hvað mikinn pening... einstaklega sérstakt. Ég má sem sagt leigja hana en þarf að borga tæpar 3000 kr. fyrir leyfið, skila leigusamning í þríriti og má leigja hana á 51.500. Það er ekki einu sinni fyrir rekstrinum sem ég er búin að reikna út að fer í tæpar 60 með tryggingum, hita og rafmagni. Arg, ég ætla sko ekki að leigja hana nema ég finni einhvern sem ég þekki og þá bara á svörtu og þá bara fyrir rekstrinum. Annars vil ég bara selja hana sem fyrst.

Jæja ætli maður komi sér ekki að vinnu. Annars er mjög erfitt að einbeita sér núna þegar hugurinn er á fulluWink

Set inn myndir um leið og ég fæ tölvutenginguna heima, er að stelast í vinnunni og engar myndir þar að finna.

untilllater, Alfan

 


Ánægjulegur afmælisdagur

Já hann varð dásamlegur afmælisdagurinn á laugardaginn. Við fengum húsið afhent fyrr, bara frábært og æðislegt. Ég fór á föstudaginn og fékk að skoða það tómt og þorði engan vegin að biðja um að fá það fyrr þó amma hefði sagt "blessuð góða gerðu það". Mamma eigandans var að skila því af sér og spurði mig sakleysislega hvort ég myndi vilja fá það afhent fyrr... ég hélt það nú.

Arna Guðbjörg var að skoða hund með pabba sínum þannig að ég dró mömmu með mér og við hoppuðum af kæti inni í húsinu þegar við vorum orðnar einarWink pínu klikkaðar er só.

Við hentumst að kaupa málningu og var lokað í Sjöfn þannig að við brunuðum í Litaland og þar keypti ég málningu á loftið, hvítt og fór allur gærdagurinn í að PENSLA panelinn, Arna Guðbjörg stóð sig stórkostlega í því og ég tók eitthvert smá horn en hún restina, alger snillingur þessi krakki og einstaklega gott að vinna með henni því hún gengur bara í verkin og sér út hvað þarf að gera. Þarf greinilega ekki að hafa áhyggjur af henni í vinnuSmile

Í gærkvöldi elduðum við svo til þess að fá matarlykt í húsið og okkar lykt. Mamma snjalla skellti í svikinnhéra og við sátum við lítið sólborð og borðuðum, einkar ævintýralegt. Tókum svo kvöldið í rólegheit og komu Guðrún , Siggi og stóðið að skoða og var gaman að fá þau, komu beint úr borginni að skoða hjá okkur. Gott að fá vinasálina líka í húsið. Reyndar kíktu Arna og Þórður líka fyrr um daginn með Tómas hlaupabólustrák. Kofinn vekur alltaf lukku, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Hvað maður hefði gefið fyrir það að eiga kofa þegar maður var lítill.

Kisa þarf örugglega sálarhjálp því hún veit ekkert hvernig hún á að vera. Hún læðist með veggjum og hleypur á harða stökki yfir holið eins og hún sé með fjandann á hælunum. Hennar öryggisstaður er rúmið mitt í lyktinni minni. Hún var reyndar orðin aðeins rólegri í gær og farin að borða og finna sér glugga að sitja í. Hún hrekkur samt við við hvert hljóð og er á fullu með eyrun að hlusta og vera á varðbergi, greyið. Hún á örugglega eftir að vera alsæl eins og við í nýja húsinu, vonum það.

Dagurinn í dag fer í það að finna rétta ljósa litinn... algert vandamál hjá mér en ég er að spá í að fá Guðrúnu frænku með mér því við erum svipaðar litaveseniskellingar...

Untilllater, Alfan


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband