Loftið er orðið hvítt

Já við erum búnar að mála loftið, tók heila þrjá daga að pensla og pensla og pensla. Arna Guðbjörg er búin að vera mjög dugleg og fór allur sunnudagurinn hjá henni í það að pensla, á mánudagskvöld penslaði hún hluta og við Guðrún kláruðum það seinnipartinn í gær. Auðvitað sá  ég alltaf skugga í gegn, vesenarinn, þannig að í gærkvöldi pensluðum við mæðgur þriðju umferðina og held ég að hún sé lokahnykkurinn - kemur í ljós þegar ég kem heim í dag hvort ég er sáttWoundering Það hlýtur reyndar að vera, ég sá ekkert í gegn þegar ég fór að sofa en það var náttúrulega farið að rökkva og málningin blaut. Spennandi að koma heim hehe.

Síða er stefnt á að í dag að fara í veggina og ætlar Guðrún frænka að koma og mála með mér. Það er sko frábært að eiga svona góða vinkonu. Hlakka til þegar þetta er allt búið og ég gert farið að sækja húsgögnin mín og farið að hafa alla fallegu hlutina mína í kring um mig.

Annars fékk ég svarbréf við beiðni minni um að fá að leigja út íbúðina mína. Hún var sem sagt í félagslega kerfinu og núna þegar þeir eru búnir að firra sig allri ábyrgð á henni vilja þeir samt fá að ráða hvort ég leigi hana og á hvað mikinn pening... einstaklega sérstakt. Ég má sem sagt leigja hana en þarf að borga tæpar 3000 kr. fyrir leyfið, skila leigusamning í þríriti og má leigja hana á 51.500. Það er ekki einu sinni fyrir rekstrinum sem ég er búin að reikna út að fer í tæpar 60 með tryggingum, hita og rafmagni. Arg, ég ætla sko ekki að leigja hana nema ég finni einhvern sem ég þekki og þá bara á svörtu og þá bara fyrir rekstrinum. Annars vil ég bara selja hana sem fyrst.

Jæja ætli maður komi sér ekki að vinnu. Annars er mjög erfitt að einbeita sér núna þegar hugurinn er á fulluWink

Set inn myndir um leið og ég fæ tölvutenginguna heima, er að stelast í vinnunni og engar myndir þar að finna.

untilllater, Alfan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband