Jæja þá er allt komið inn í húsið ;)

Já nú er allt dótið okkar komið inn í húsið. Ég fékk flutningabíl á laugardaginn og komu margar góðar hendur að hjálpa okkur. Guðrún, Siggi, Elvar, Þórður, Gísli, Lilja, Valli, Valdís, Solla, Þröstur og Alma. Ekkert smá dásamlegt að eiga svona góða að. Nú getur pabbi andað rólega því honum fannst alveg agalegt að vera að fara í hestaferð á meðan ég þyrfti á kröftum hans að halda Wink Hann fær bara að fara í ljósin kallinn þegar hann kemur og jafnvel að finna út úr loftnetsmálum. Hann ætti að vera reynslunni ríkari í sjónvarpsloftnetsmálum því þegar hann selur Víðimýrina - ef það verður einhverntíman - mun hann þurfa að láta loftnetsleiðavísi fylgja með...hehe. Það tók ekki nema 20mín að koma ölu á bílinn og annað eins að tæma hann í Rauðu. Bara snilldarfólk að hjálpa til, takk innilega allir góðu vinir.

Jæja ég vildi bara aðeins láta vita af okkur. Bíð spennt eftir að fá nettenginguna heim - ég græna ð halda að þetta tæki klukkutíma. Nei nokkrir dagar fara í að færa tenginguna...bíddu eru þetta ekki bara smá víxl á leiðslum... Bíð spennt eftir að setja inn myndir, koma þegar tengingin er klár.

 

later, Alfan 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar mæðgur og Hnota

Til hamingju með nýja húsið, gaman að heyra hvað allt er búið að ganga vel.  Ég hlakka til að koma norður og skoða, Guðrún systir segir að húsið sé svo mikið þú.

Kv. frá Reyðfirðingunum

María Sif frænka (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 16:17

2 identicon

Sæl frænka.

Innilega til hamingju með nýja húsið þitt. Ekkert smá flott að vera bara komin í einbýlið. Hlakka til að sjá myndir af því og litnum sem að lokum varð fyrir valinu! Hljómar eins og kunnulegt vandamál :)

Kveðjur úr Köben, Ragga Stína

Ragna Kr. (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband