He he komin aftur... geggjaður bloggari eða þannig...

já það er búiða vera frekar mikið að gera. Dagarnir ganga út á það að vakna-vinna-leikfimi-borða-reyna að taka upp úr kössum og sofa...

Reyndar var helgin fín. Á laugardaginn var ég dugleg að taka upp úr kössu og á sunnnudaginn fórum við mæðgur í garðinn og vorum þar allan daginn. Það er heljarinnar verk að klippa þessa dásamlegu runna. Reyndar eru þeir að hluta svolítið berir en hugmyndin að klippa þá niður í vor. Þarf aðeins að vinna í nágrannanum mínum sem segist eiga hluta þeirra með mér. Svolítið sérstakt að annar nágranninn (í 16) segist eiga runnana með mér en þau í 12 segja að ég eigi þá ein... Ætli ég heyri ekki í Steina frænda og finni út úr þessu. Sem sagt eru runnarnir orðnir snyrtir núna, nema sá hluti sém ég þarf að dobbla pabba í að klipppa því mig vantar þesssa nokkra cm til að ná upp á toppinn...

En eins og ég sagði þá er ég enn að taka upp úr kössum og er ótrúlegt hvað maður á mikið af drasli. Búin að ákveða hvernig skrifborð verður í herberginu og panta það þegar það kemur nýtt vísa... Þrengir aðens efnahaginn að eiga tvö hús en þegar annað er svona dásamlegt þá bara lætur maður sig hafa það.

Já mér finnst ég búin að eiga heima í þessu dásamlega húsi lengi lengi. Greinilega okkur ætlað og frábær andi í því. Hugsa enn daglega um það hvað ég er heppin InLove

Set inn nokkrar myndi en er reyndar ekki búin að vera nógu dugleg að mynda, svona er nú forgangurinn, hehe.

Later, Alfan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband