Helgin liðin

Já góð helgi liðin. Mikið hlakkar maður alltaf til þessara blessuðu helga, frábær afslöppunartími og gaman að dúlla sér í húsinu sínu.

Ég afrekaði ýmislegt þessa tvo daga. Á laugardeginum tók ég fellihýsi foreldranna í gegn. Þau eru búin að vera með annað stæðið í leigu nú í haust... Gott að geta hjálpað til á móti bílaviðgerðum sem pabbi lendir alltaf hreint í. Þegar ég var búin með fellihýsið fór ég með bílinn í þvott og hreinsaði svo sætin í honum, ekki veitti af. Að er svo furðulegt með það að maður verður alltaf svo hissa að maður geri hlutina ekki oftar þegar maður er sæll með árangurinn. Gaman að hafa bílinn skínandi hreinan og fínan, búið að skipta um rúðu sem er búin að vera brotin í nokkra mánuði... pabbi lagaði nottla.

Laugardagskvöldið var letikvöld og gott að liggja undir teppi.

Á sunnudaginn hélt ég áfram að punta og skrapp svo yfir til Guðrúnar og Sigga. Þar fékk ég að vera handlangari hjá Guðrúnu sem var í hlutverki rafvirkja þann daginn. Það er svo dásamlegt með hana vinkonu mína að það stoppar hana fátt. Hún ÆTLAR að láta hlutina ganga og þá ganga þeir. Hún fékk pabba sinn ekki til að koma norður og hjálpa til við rafmagnið þannig að hún bara GERÐI ÞETTA SJÁLF. Á laugardeginum hafði hún sett einangrunina í loftið í bílskúrnum. Já hún er einstök og algerlega frábærGrin Ég tók smá brussutakta þegar við vorum að setja farg á spýturnar úti og datt í brekku með spýtu ofan á mig... gerið aðrir betur. Það verur nú einhver að sjá um skemmtiatriðin hehe.

Vinnuvikan fór vel af stað og það er dásamleg tilfinning að hlakka til að fara í vinnuna, það er sko mjög dýrmætt.

Eigið góða daga, Alfan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá þig hér  Og innilega til hamingju með nýja húsið. Lilja sagði  mér einmitt frá því í sumar að þú værir búin að festa kaup á því. Skiptir svo miklu máli að eiga sér samanstað þar sem manni líður vel. Hlakka til að fylgjast með þér hér. Kær kveðja

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband