Dásamlegur vinnustaður

Já heppin er ég að fá að stjórna svona frábærum vinnustað.

Í dag fékk ég að fara á slökkvistöðina þar sem leikskólarnir voru að skrifa undir samning við slökkviliðið. Ég tók með mér tvö elstu börn leikskólans, máttu bara koma tvö með skólastjóranum, og við fórum í taxa á slökkvistöðina. Þetta var mikil upplifun fyrir þau og mikið var ég stolt af þessum stilltu börnum, þau voru til fyrirmyndar. Það var dásamlegt að upplifa með þeim fyrsta skiptið í leigubíl, ákaflega spennt og enn meira stolt Wink

DSC00695

Annars ganga dagarnir mikið til út á það saman nema hvað DK er í fríi þessa vikuna og ég ræð hvenær ég fer í leikfimi... hentar mér  hreint ekki því ég virðist draga það í lengstu lög hemm hemm. Sleppti reyndar deginum í dag vegna búðarferðar og gjafainnkaupa. Var komin með svo skelfilegan hausverk að ég ákvað að slappa bara af.

Var að klára endalaust dúlluteppi. Er búin að vera að dúllast við að gera dúllur undanfarna mánuði, gripið í þetta annað slagið. Mikið var gaman að setja það saman og sjá afraksturinn. Þá mundi ég eftir marglitum dúllum sem ég gerði fyrir langa löngu og er að vinna í að setja þær saman og gaman verður að sjá afraksturinn. Þetta er verkefni sem við Föndrurnar ákváðum í vor og erum víst mis duglegar að dúllast en ég ætla að gera annað teppi til að eiga bæði blátt og bleikt, fæ ekkert að vita hjá litla bróa þannig að ég ætla að sjá við þeimog eiga sinn hvorn litinn :) sniðug get ég verið hehe. Kannski verður þetta bara frænkuteppi því mamma er komin í hlutverk ömmu Ölmu og gerir teppi A la amma en hún gerði geggjuð teppi handa okkur sem vorum búin að eiga börn áður en hún fór.

DSC00711            DSC00712

Þrílita teppið                                 Afgangateppið sem er í samsetningu

Ég fór sem sagt að versla áðan og veitti víst ekki af, mikið kvartað úr unglingaherberginu. Þetta er það allra allra leiðinlegasta sem ég geri og geri það þá bara almennilega þegar ég á annað borð fer hehe.

Þar sem ég hef ekki eins græna fingur og ég hefðu kosið fór ég um daginn og keypti mér silkiblóm. Búin að sjá þau oft í glugganum hjá Gunnhildi vinkonu í Blómabúð Akureyrar. Þau koma líka svona ljómandi vel út í fínu pottunum sem ég keypi fyrir nokkrum árum og langaði svo í falleg blóm í þá. Nú er þetta sem sagt orðið að veruleika og það í nýja fína húsinu mínu InLove

DSC00708

Jæja læt þetta nægja í bili, Ella frænka pottþétt ánægð með mig núna hehe. Gaman að vita að hún les bloggið daglega... það er þegar ég blogga...

Later, Alfan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Ösp

DUGLEG ERTU SÆTA.  Rosalega eru teppin flott... afgangateppið er eiginlega fullkomið...vert að ég er ekki með bumbubúa til að fá svona.  Silkiblómin svakalega flott... húsið er að verða fullkomið hjá þér.  Lít við hjá þér í dag...  knús Gösp

Guðrún Ösp, 12.10.2007 kl. 07:27

2 identicon

Hva.....!!!!!!!   Er barn á leiðinni?  Ekkert fær maður að vita.   Hvenar eiga þau von á sér??    Til hamingju með að vera formlegur eigandi af fína húsinu þínu.  Ég kem norður um mánaðarmótinn, svo það er eins gott að ekkert komi uppá hjá okkur svo ég geti komið að skoða og losa þig við borðið  Kv. María Sif

María Sif (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 09:16

3 identicon

já hann Jói litil ætlar að verða pabbi í mars, snjalli strákurinn. Arna Guðbjörg farin að velta fyrir sér hverskonar samkeppni þetta verði... reyndar kominn tími á hana fyrir nokkru síðan . Hemm hemm...verð fyrir sunnan á árshátíð fyrstu helgina í nóvember... skoðum málið. Kv.Alfa

Alfan (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 01:56

4 identicon

Já já auðvita les ég bloggið minna má það nú ekki vera, en netið heima er búið að vera í skralli og er enn ;) svo nú er ég að stelast í vinnunni. Flott teppin þín  Alfa Björk. En hvað er þetta með "hverskonar samkeppni þetta verði" er ég að missa af einhverju ??  hver á von á barni annar en Jói og Hulda ???

kv. ebj

ebj (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband