Ánægjulegur afmælisdagur

Já hann varð dásamlegur afmælisdagurinn á laugardaginn. Við fengum húsið afhent fyrr, bara frábært og æðislegt. Ég fór á föstudaginn og fékk að skoða það tómt og þorði engan vegin að biðja um að fá það fyrr þó amma hefði sagt "blessuð góða gerðu það". Mamma eigandans var að skila því af sér og spurði mig sakleysislega hvort ég myndi vilja fá það afhent fyrr... ég hélt það nú.

Arna Guðbjörg var að skoða hund með pabba sínum þannig að ég dró mömmu með mér og við hoppuðum af kæti inni í húsinu þegar við vorum orðnar einarWink pínu klikkaðar er só.

Við hentumst að kaupa málningu og var lokað í Sjöfn þannig að við brunuðum í Litaland og þar keypti ég málningu á loftið, hvítt og fór allur gærdagurinn í að PENSLA panelinn, Arna Guðbjörg stóð sig stórkostlega í því og ég tók eitthvert smá horn en hún restina, alger snillingur þessi krakki og einstaklega gott að vinna með henni því hún gengur bara í verkin og sér út hvað þarf að gera. Þarf greinilega ekki að hafa áhyggjur af henni í vinnuSmile

Í gærkvöldi elduðum við svo til þess að fá matarlykt í húsið og okkar lykt. Mamma snjalla skellti í svikinnhéra og við sátum við lítið sólborð og borðuðum, einkar ævintýralegt. Tókum svo kvöldið í rólegheit og komu Guðrún , Siggi og stóðið að skoða og var gaman að fá þau, komu beint úr borginni að skoða hjá okkur. Gott að fá vinasálina líka í húsið. Reyndar kíktu Arna og Þórður líka fyrr um daginn með Tómas hlaupabólustrák. Kofinn vekur alltaf lukku, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Hvað maður hefði gefið fyrir það að eiga kofa þegar maður var lítill.

Kisa þarf örugglega sálarhjálp því hún veit ekkert hvernig hún á að vera. Hún læðist með veggjum og hleypur á harða stökki yfir holið eins og hún sé með fjandann á hælunum. Hennar öryggisstaður er rúmið mitt í lyktinni minni. Hún var reyndar orðin aðeins rólegri í gær og farin að borða og finna sér glugga að sitja í. Hún hrekkur samt við við hvert hljóð og er á fullu með eyrun að hlusta og vera á varðbergi, greyið. Hún á örugglega eftir að vera alsæl eins og við í nýja húsinu, vonum það.

Dagurinn í dag fer í það að finna rétta ljósa litinn... algert vandamál hjá mér en ég er að spá í að fá Guðrúnu frænku með mér því við erum svipaðar litaveseniskellingar...

Untilllater, Alfan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir síðast frábært að fá ykkur í heimsókn og innilega til hamingju með bæði afmælið og húsið, verð að kíkja á þig þegar ég skelli mér næst í menninguna. Las að þú hafir ákveðið að gera panelinn hvítann, held þú sjáir ekki eftir því. Gangi þér vel í flutningunum

Dóra (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband