færsla tvö þennan daginn...sú fyrri var frekar gömul en búin að vera óbirt lengi ;)

Nú er ég aftur mætt og ætla að vera duglegri, þó ekki væri nema bara mín vegna til að muna hvað á daga okkar drífur... aldurinn farinn að segja til sín.

Við mæðgur höfum staðið í ströngu undanfarið þó meira fari fyrir mínum framkvæmdum er Guðbjargarinnar... mikið að gera í félagslífinu skilst mér.

Unglingurinn er sam sagt byrjaður í framhaldsskóla og sýnist mér hún vera ansi kát. Ákváðum að hún yrði alltaf í mat þannig að við erum báðar búnar að borða heitan mat i hádeginu og ekki eins mikið stress að hafa svaka kvöldmat. Maturinn í MA er mjög heimilislegur enda borða nemar á vistinni þar daglega þannig að það er mikið spáð í að hafa hann venjulegan og heimilislegan. Þessir dagar hjá henni fara í það að kynnast bekkjarsystkinum sínum og skólanum. Smá erfitt að læra að rata en það er víst allt að koma hjá henni. Busunin gekk líka vel og var dagurinn fyrir formlega busun óvæntur og þau látin skríða um gangana og krassað í andlitið á þeim og þau pínd "fallega". Sjálf busunin var líka skemmtileg og voru þau klædd upp og máluð eins og pönkarar, með gel í hári og pönkuð andlitsmálning í svörtum tættum bolum. Dagurinn endaði með því að þau fóru saman út að borða og svo var ball um kvöldið. Hún var alsæl en þreytt þegar hún kom heim.

Set hér inn nokkrar myndir sem sýna hvað það er hægt að hafa það kósý í herberginu sínu Happy

- ágúst '07 242     - ágúst '07 246     - ágúst '07 355     - ágúst '07 361

Hún er líka búinað vera dugleg í leikfimi. Hún og Kartín vinkona hennar fara til skiptist í Body Jam og Boxercise. Örnu Guðbjörgu finnst Boxercise skemmtilegra en Body Jam allt í legi en það er öfugt hjá Katrínu þannig að þær fara til skiptisWink Þær eru svo fyndnar saman, eins og gamlar kellingar þegar þær byrja. Það er nú dásamlegt að eiga svona góða vinkonu, alveg ómetanlegt.

Annars afrekuðum við það í dag að fara og panta plötu í skrifborðið hennar. Búnar að gera eina tilraun til að panta úr Ikea en snillingur á Flytjanda var svo mikið að sýna sig á lyftaranum að hann klúðraði málinu algerlega og missti skrifborðsplötuna og braut hana... nenntum ekki að  bíða í aðra viku eftir nýrri plötu þannig að við fórum í smá hönnun og Arna Guðbjöeg teiknaði upp skrifborðið sem hana langaði í og við söguðum það til , máluðum og skelltum síðan fótunum undir - þeir komu sem betur fer heilir úr fallinu hjá drengnum. Útkoman varð stórglæsilegt borð og alsæll og pínu montinn unglingur Wink Merkjum það líklegarst "Arna design", þetta er nú einmitt það sem hún elskar mest, að hanna. Hún er sko stút full af hugmyndum þessi krakki - líkist kannski mömmu sinniSmileSmile

sept´07 062   sept´07 073   sept´07 094

Við heimilistækjaflotann hefur einnig bæst við uppþvottavél. Var loforð mitt til yfir uppvaskarans að það yrði uppþvottavél í nýja húsinu. Þapð er sko dásamlegt að þurfa ekki að böggast í uppvaskaranum og horfa á leirtauið safnast upp... nú bara þvær hún á kvöldin og allir brosaGrin

- ágúst '07 348

Nú er allt að verða mun huggulegra og er ég búin að fá pabba í að setja upp geggjaða ljósakrónu sem mig er lengi lengi búið að dreyma um, langa kristalskrónu. Skellti mér í Simens með umslagið sem "aukapeningur" fer í og fjárfesti í henni. Það er svo frábært í nýja húsinu mínu að það er dimmer á öllum stofuljósunum þannig ða ég ræð birtunni í krónunni og það er geggjað, allt frá rómó til "pabbabirtu" (sem er súperbjart).

sept´07 124

Jæja best að fara og dúlle mér aðeins við að punta í nýja húsinu mínu InLove

Later, Alfan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alltaf finnst mér þessi ruslpóstvörn jafn fyndin en jæja...

gaman að skoða bloggið þitt, verð nú bara að hrósa þér fyrir hvað þú ert alveg ægilega dugleg að blogga...vildi að ég væri jafndugleg við mitt blogg ehhmmm eeen bæti það upp með barnanet-síðunni hehe

jæja ég sé að íbúðin er bara að verða rosa fín hjá ykkur, verð að fara að kíkja í heimsókn til ykkar og skoða þetta - lít við með litlu prinsessuna við tækifæri.

Annars bara að kvitta fyrir mig - kv Hulda Björg

p.s dóttir þín tekur sig afar vel út með borvélina hehe

Hulda Björg (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 16:45

2 Smámynd: Guðrún Ösp

Hey.. hver var að segja að hún ætlaði að vera dugleg núna að blogga!!!! og svo geristbara ekki neitt meira.???    en annars þá verð ég nú að segja að þessi færsla er mjög góð og skemmtilegar myndir..  Borðið hennar Örnu kemur svakalega vel út "live" og kom mér á óvart hvað það er margt sem rúmast í þessu herbergi hennar.. spurning að fá hann til að hanna hjá mér í kringum jólin  Takk fyrir aðstoðin með "Lalla Löpp" í fyrradag.. hann er ennþá þannig að hann getur varla labbað ef hann hugsar eða sér hnéð. Típískur karlmaður á ferð.

love 

Guðrún Ösp, 27.9.2007 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband