27.9.2007 | 23:34
Eldhússtólar...
Já í dag ætlaði ég að hendast og kaupa eldhússtóla. Búin að hringja í epal og athuga hvað Sjöan kostaði... 33 þúúúússss. Já held að ég segi pass við því þó mig langi ógeðslega í þá en ég sá nú ágætis stóla í Rúmfó á 2990, reyndar voru ekki til fjórir en eiga að koma í næstu viku. Einstaklega lipurt staffið í þeirri búð. Ætlaði varla að nenna að athuga þetta fyir mig, var allt örugglega og kannski... hlakka til að sjá hvort þeir komi eða hvort hann hafi bara verið að reyna að losna við mig.
Loksins ætlaði ég að vera rösk og klára eldhúsið og þá þarf ég að bíða smá. Þarf að vera dugleg um helgina og klára það sem eftir er. Nú er skrifborðið komið í Ikea þannig að ég þarf bara að panta það. Veit reyndar ekki hvort ég treysti þeim á Flytjanda aftur fyrir vörum. Tekur einhverjar vikur að fá endurgreiddar vörurnar sem þeir skemmdu í flutningunum. Ótrúlega pirrandi að þurfa að bíða og svo fæ ég ekki einu sinni flutninginn endurgreiddan og þarf að greiða aftur undir það sem ég panta aftur... hvað er réttlátt við það. Afgreiðslukallinn voða miður sín og sagði að sér finnist það líka óréttlátt en svona væri þetta bara.
Ákaflega kát að vera búin með herbergið hjá Örnu Guðbjörgu. Nú á hún bara eftir að raða í hillur og SNYRTA pínu í herberginu. Vona að það gerist um helgina - ótrúlega busy þessi krakki.
Fer í að setja filmu í eldhúsgluggann og inni í svefnherbergi hjá mér um helgina. Þarf að æfa mig pínu í að skera út munstur áður en ég fer í það. Kannski æfi ég mig bara í geymsluglugganum. Langar að setja í hann hálfann svo það sjáist ekki það sem ég hef í glugganum þar.
Mamma og Guðrún gera endalaust grín af mér með hvað það gengur allt hægt hjá mér. Hjá Guðrúnu gerist allt á ofurhraða... en ég er akkúrat andstaðan... þarf að hugsa og spá og prufa. Ekki beint fyrir mína bestu vinkonu, samt erum við bestustu bestu vinkonur Þau kíktu einmitt með sjúkling hér í gær og ég fékk að hjúkra Bjarkaling aðeins. Fórum svo saman í afmæli til hans Mana, með bardagafiska í farteksinu. Samt heppilegt að Elvar var ekki búinn að tala þá til dauða í bílnum. Hann talar svolítið mikið þessi elska, og er alger perla eins og sjötugur kall þegar hann byrjar
Jæja best að koma sér í háttinn, búin að borða, vinna, leikfimi, sturtast og þá er bara svefninn eftir. Mér finnst dagarnir og vikurnar þjóta áfram og alltaf sama rútinan. Reyndar ber þetta ágætan árangur og er erfiðisins virði.
Biðað heilsa í bili, Alfan
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.