21.1.2008 | 21:17
Vúhú hélduð þið að ég væri hætt...hehe... nei sko aldeilis ekki!!!!
Margt hefur á daga okkar drifið og fóru jólin einstaklega vel í okkur. Reyndar var ég lasin blá jólin en það þýddi bara það að ég kom léttari undan þeim og fékk fyrir það hamingjuóskir frá þjálfa...
Fyrstu jólin okkar hér í Rauðu voru dásamleg og það er ótrúlegt hvað mér finnst ég eiga heima hér og að ég hafi aldrei átt heima nein staðar annarstaðar. Ég ákvað að bjóða tveimur systkinum ömmu sem bjuggu hér í smá jólaboð og var ótrúlega gaman að heyra frá gömlu dögunum Auður átti tvö börn í herberginu sem Arna er í og Steini gat frætt mig um hver var í hvað herbergi og hvaða breytingar væri búið að gera og nokkurn vegin hver gerði hvað. Sagði okkur einnig nokkrar skrautlegar sögur af sér og nágrönnum sínum. T.d. sagði hann okkur frá nágranna sem var að smíða og saga fram eftir nóttu og eina nóttina fékk hann nóg og stökk út um gluggann á svefnherberginu... á brókinni. Já hann Steini er sko ekkert blávatn Það var ákaflega gaman að fá þau í heimsókn og hafði Auður ekkert komið inn í húsið síðan það var gert upp. Rifjaði hún upp þegar jólabakstur var í gangi og þá þurfti að labba tvær tröppur niður í þvottahúsið - vanda verk og stundum var dottið með plöturnar og þá varð sorg.
Hnota dúllaði sér aðallega við að kúra og drekka úr jólatrésskálinni... já hún er nú svolítið skrýtin en þannig elskum við hana líka Varð voða flóttaleg þegar hún var nöppuð...
Það var yndislegt að hitta Jóa litla og Huldu og fá að sjá bumbuna flottu. Frosti sjarmaði líka alla - sko nema Loka litla sem urraði bara á hann. Þeir voru bara hafðir á sinni hvorri hæðinni og skipt út á nokkurra tíma fresti. Þau skötuhjúin voru yfir jólin og fóru suður 28. des. Daginn áður komu vestfirðingarnir - eftir 9 tíma keyrslu - og voru fram á nýja árið. Geðveikt að hafa þetta lið sem maður saknar nánast daglega. Reyndar kom Signý systir sinni til að grenja á aðfangadagskvöld - fárveikri systir sinni - hún tilkynnti sem sagt fjölgun í fjölskyldunni og er ég enn að tárast yfir því þegar ég hugsa um það. Mamma náttúrulega að farast úr hamingjustolti og ansi stutt í brosið hjá pabba þegar þetta er nefnt.
Nú verður frænka samt að fara að láta hendur standa fram úr ermum... já ég er að verða tvöföld frænka, móðursystir og föðursystir... ekki amalegt það. Ég er búin með eina drengjapeysu en næsta verður að vera í hlutlausum lit .
Nú fer prófalestri að ljúka hér, nánar tiltekið á miðvikudaginn. Þetta er búið að taka aðeins á taugarnar - aðallega hjá mér - unglingurinn rólegri. Svo á útkoman bara eftir að koma í ljós. Hún hefur aldrei verið eins dugleg að finna sér hin ýmsu verkefni - þó ekki heimilisverk... - og er hún t.d. þessa stundina að mála. Búin með fimm verk á þremur dögum... Það er hægt að fá útrás á ýmsan hátt og hún málar og málar - rétt eins og mamman þegar hún á erfiða tíma. Kippir í kynið.
Stefnan tekin á borgina á laugardaginn fram á þriðjudag en ég er að fara suður á fund og fínt að nýta farið sem Hjallastefnan borgar undir mig - prinsessurassinn Fékk svo 5500 kr. fargjald fyrir krúttið mitt.
Já talandi um krútt þá fékk hún trommur í jólagjöf... já það vorum við foreldrarnir sem gáfum henni það... sjálfviljug... Það er ótrúlega frábært að sjá hana fara inn í herbergi og hamast og koma svo slaka og káta út - búin að fá útrás. Þetta er alls ekki slæmt og nágrannarnir hafa ekki kvartað enn.
Við höfum verið að kíkka í sveitina annað slagið og ekkert smá gaman að fylgjast með framvindu mála þar á bæ. Öll jólin sá maður stöku innréttingu bætast í eldhúsið og innstungur sem voru orðnar ansi nauðsynlegar. Drengirnir búnir að koma sér vel fyrir og prinsessan í prinsessuhlíð einnig og búin að prófa allskyns breytingar og veit maður aldrei hvernig herbergið snýr næst þegar maður kemur - spennandi. Stíllinn samt kominn sem er hvítt, grátt og svart. Leikloftið að virka vel þar á bæ og stelst Bjarkalingur annað slagið til þess að sofa þar, lætur mömmu og pabba bara ekki vita að hann er farinn að sofa svo þau geti ekki bannað það - utan við sig hvað... hann veit sko lengra en nef hans nær
Jæja nóg í bili - sjáum til hvenær ég blogga næst...
Kv.Alfan
Athugasemdir
vó maður bara hrekkur í kút..hehe geggjaðar myndir og sætar mægður. Flott hjá Örnu að mála í próftíð... ég fór alltaf að moka planið heima í denn og fannst mömmu og pabba það ekkert slæmt... góða skemmtun í borginni og kaupið eitthvað fallegt handa ykkur.
Guðrún Ösp, 22.1.2008 kl. 08:47
Flott hjá þér, nú vísa ég þeim sem spyrjast fyrir um húsið þitt á heimasíðuna. Loksins get ég hætt að lýsa dásemdinni (okkar). Heppin að geta grobbað af fjölgun í fjölskyldunni, ég er búin að segja nokkrum þetta 4-5 sinnum :) Sumum ekki neitt, svona er það bara.
Sjáumst, MA
Margrét Alfreðsdóttir (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 17:00
Ja loksins kom eitthvað á þessa síðu :) gaman að fylgjast með takk takk. Kv. ebj
ebj (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.