Komin úr borginni... hmm hvað veskið þynntist...

Jæja þá erum við mæðgur komnar úr góðri borgarferð. Þetta var sambland af vinnuferð og skemmtiferð og fjölskylduferð. Gott að slá margar flugur í einu höggiWink

Við flugum suður á fimmtudagsmorgun og tveimur tímum síðar var Guðbjörgin búin með kvótann sinn og brosti sínu blíðasta þegar hún sótti um aukningu... 

Seinnipartinn á fimmtudaginn fór ég svo á fyrirlestur með Eddu Björgvins, Húmor í stjórnun. Þetta var mjög skemmtilegt og gaman að hlusta á hana.  

Um kvöldið kíktum við svo á Jóa og co. þegar þau voru búin á námskeiði með Frosta "litla". Það var gaman að sjá þau og þegar ég knúsaði Huldu mætti ég bara fyrirstöðu, kúlan farin að stækka, ekkert smá krúttlegt. Þau voru hress og kát, búin að kaupa kommóðu-skiptiborð fyrir krílið og farin að máta allt inn í litlu íbúðina. Frosti kominn með einkaherbergi, geymsluna, og búinn að læra "fara í herbergið" og skríður þá inn í búrið í geymslunni og sest þar. Hann er ákaflega flottur hundur og gengur rosalega vel með hann, gaman að sjá þegar hann verður "stóri" og hvort hann verði abbó. Annars er hann voða vinnumaður með Jóa í vinnunni, munar miklu og sést vel að hann er hændur að Jóa sínum. Var með smá gestastæla við okkur og fannst gott að sleikja táfýluna mína og þurfti ég ekkert a skipta um sokka þann daginn... eða þannig.

Á föstudeginum var ég á starfsdegi og svaf frökenin á sínu græna í Bakkavörinni - svítunni okkar - og fór af stað upp úr hádegi. Fór svo á Laugarveginn og náði að eyða nokkrum þúsundköllum þar. Við hittumst svo um hálf fjögur og fórum í nokkrar búðir og fengum okkur MacDonalds Blush Dúlluðum okkur um kvöldið og nenntum ekki í neinar heimsóknir, gerum það bara næst.

Á laugardeginum fórum við svo smá í Kringluna. Um tvö tékkuðum við mig inn á hótelið - HILTON - takið eftir. Já hún Magga Pála var svo grand á því að utanbæjarfólkið fékk að gista á hótelinu (smá uppbót fyrir að sitja í rútu að norðan og hem aftur). Arna Guðbjörg missti sig aðeins og myndaði og myndaði. Horfði svo sínum fallegu augum á mig þangað til ég skildi hana... langaði ekki að gista hjá pabbanum eins og til stóð. Ég var ein í herbergi og með tvöfalt rúm... auðvitað fékk hún að gista, ekki á hverjum degi sem HILTON er í boði hehe. Fór til pabbans um kvöldið og hann skutlaði henni svo á miðnætti og hún dúllaði sér uppi á herbergi þar til ég kom af árshátíðinni. Það var ákaflega gaman á árshátíðinni, góður matur og frábær félagsskapur. Það var svo góð mæting frá Hólmasól og gaman að kynnast mökum nýja starfsfólksins. Það er einstaklega lukkulegt að vinna í svona frábærum starfsmannahóp, það er sko ekki gefið að vera svo heppinn.

Sváfum fram til tíu á sunnudag og fengum MORGUNMAT Í RÚMIÐ. Stóðst ekki freistinguna að bjóða upp á það og var einstaklega gaman að sitja uppi í rúmi og snæða morgunmat. Fíluðum okkur eins og í bíómynd. Settumst upp í rútu á hádegi og vorum komnar heim undir kvöldmat. Dúlluðum okkur við að taka upp úr töskum og njóta lífsins í nýja húsinu. Hnota náttúrulega komin með saknaðarstælana og nuddar sér og vælir utan í okkur. Gengur vonandi yfir á 2-3 dögum eins og venjulaga. Sefur vafalaust á öðrum hvorum koddanum í nótt... ótrúlega uppáþrengjandi.

Ég gleymdi nú að nefna það að ég náði auðvitað líka að eyða svolitlu í borginni. Keypti pæjuskó, tvær peysur, úlpu og bol. Afbragðs árangur fyrir mig...

Till later, Alfan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Ösp

Alfa Hilton... já hljómar ekki illa:) sé ykkur í anda yfir morgunverðinum..mmm.  á meðan þið voruð á Hoilton svaf stórfjölskyldan hér í gestahúsinu alla helgina.. og meira að segja heimasætan.  hlakka til að sjá gossið sem þú keyptir .. þú ferð nú að verða alger pæja sko.

Guðrún Ösp, 5.11.2007 kl. 07:50

2 identicon

Gama hefur verið hjá ykkur mæðgum um helgina :)    Bið að heilsa í bili kíki aftur inn hjá þér 15 nóv.  þannig að þú færð frí frá tuðinu í mér um að setja eitthvað inn :) kv. ebj

ebj (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 09:15

3 identicon

Framúrskarandi árangur í dekri og dúlli, til hamingju með það.  Þetta líkar mér.

Mamma

Margrét Alfreðsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 13:25

4 identicon

hmm lenti einmitt í nákvæmlega sama atviki...er stödd í borginni eins og stendur og mikið óskaplega hefur veskið mitt þynnst líka. Skil ekkert í þessu!!! Ætli borgin hafi þessi áhrif á mann???

Hulda Björg (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband