Jæja þá er enn og aftur komið að smá rapporti

Margt hefur á daga okkar mæðgna drifið undanfarið. Arna Guðbjörg er komin með spangir í munninn og kostar það nú sitt. Hún var svolítið aum fyrstu dagana en mjög dugleg og kvartaði eigi svo mikið. Nú eru þær vinkonurnar eins, báðar með teina. Katrín er búin að vera með sína aðeins lengur og því vanari og gefur góð ráð Woundering Þegar ég fór að borga og sagði tannsa frá verkjunum sagði hann bara "já beuty is pain..." og ef ég hefði þekkt hann betur hefði ég nú bara svarað honum "I know" og skvetta árinu aftur hehe, alltaf svo fyndin...

Annars lét ég nú verða að því á miðvikudaginn að fara í klippingu til Sólrúnar á Samson og gerðum við smá tilraun. Já ég lét hafa mig út í tilraun góðu gestir. Nú er ég komin með fæðingarlitinn á hausinn, kastaníubrúnt, en með nokkrar orange strípur - til að fá effekt eins og Sólrún sagði Cool Það flaug ansi mikið af lokkum í gólfið og endaði ég ansi stutt og er það að venjast. Hollt og gott að klippa rækilega annað slagið.

Annars fór ég líka á Feng Shui námskeið um daginn og það var GEÐVEIKT gaman. Það er ótrúlega gaman að spá í þessi fræði og grúska hvað hægt er að gera við umhverfi sitt þannig að allt fúnkeri betur. Í næstu viku ætlar hópurinn svo að koma til mín og við að fara saman yfir að sem við lærðum. Hlakka mikið til.

Dagurinn í dag fór í það að þrífa hátt og lágt, ekkert mál í fína flotta húsinu mínu Wink Endaði úti að taka gluggana í gegn, mikilvægt atriði í Feng Shui að hafa glugga hreina. Ég er að vísu alger gluggaþvottarfíkill, finnst algerlega nauðsynlegt á björtum dögum að hafa gluggana hreina. Er með á dagskrá að útbúa mjóa sköfu til að taka opnanlegu fögin, gekk pínu illa því ég náði ekki efst upp á þá. Mjög nauðsynlegt að eiga góðar gluggagræjur Grin

Það fór reyndar ekki mikið fyrir hjálp frá prinsessunni á bænum - hún á sér nefnilega líf... og það var semsagt það að liggja inni í rúmi og horfa á mynd í flakkaranum... ja misjafn er mat manna...

Jæja mamma er á leiðinni yfir, röltir þetta kellingin, og ætla að fá lit í augabrúnir. Dregur pabba með sér til að setja upp eitt ljós eða svo.

Vek athygli á því að Signý systir er komin í bloggheima - veit reyndar ekki með röggsemina en ágætt fyrir mig að það sé einhver bloggari lélegri en ég í bloggeríi Blush Það verður gaman að fylgjast með henni og framkvæmdunum hjá þeim. Ótrúlega skrýtið að hafa aldrei komið á staðinn þar sem hún er að byggja og brasast. Kemur vonandi að því fljótlega þó vetur konungur sé í nánd.

Over and out, Alfan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta var flott tala í Ruslpóstvörninni hjá þér  summan að þremur og tuttugu = (o;  En það er mikið að skrifað er á þessa síðu 12 dagar , er það ekki heldur mikið ? Til hamingju með klippinguna, settu inn mynd fljótlega. kv. ebj

ebj (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 09:12

2 Smámynd: Guðrún Ösp

Vá... hvað ég hlakka til að sjá hárið.   

miss you

Guðrún Ösp, 30.10.2007 kl. 08:57

3 identicon

Ég bíð spennt eftir mynd sem sýnir nýju klippinguna..

Kær kveðja

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband