4.10.2007 | 22:52
Þá á ég húsið ALLT
Já í dag skrifaði ég undir síðustu pappírana og greiddi lokagreiðsluna... hefði alveg viljað vera búin að selja Skútagilið fyrir þennan dag, en það tókst nú ekki. Nú er bara bullandi yfirdráttur í gangi en vonandi rætist úr þessu fljótt. Það var frekar skrýtið að millifæra í með einum ENTER takka tæpar fimm miljónir...
Nú er ég að fara að panta inn í aukaherbergið. Það hefur setið á hakanum en það er nauðsynlegt að fá smá skrifstofuaðstöðu því t.d. var ég að vinna bæði laun og gjöld hér heima í síðustu viku og það fer allt í rusl á borðstofuborðinu á meðan, rétt eins og í Skútagilinu forðum daga. Já lúxusinn að fá aðstöðu fyrir tölvu og pappírsdót Ekki vil ég hafa ruslalegt í nýja húsinu hehe.
Fór líka í rúmfatalagerinn í dag og fékk nú mun betri og skýrari svör en síðast. Hann bauðst til að panta stólana að sunnan - meira en sá sem afgreiddi mig síðast og ég fékk á tilfinninguna, með réttu, að hann vissi ekki alveg hvað hann væri að segja. Þeir áttu ekkert vona þessum stólum eins og hinn sagði auk þess sem þeir voru til fyrir sunnan þó hinn segði að þeir væru ekki til... bara snjall afgreiðslumaður eða þannig, það er ekki fallegt að ljúga... Hlakka mikið til að fá stólana og sjá eldhúsið heillegt.
Sleppti leikfimi í dag þar sem ég fór í neglur og svo langaði mig bara að hangsa svolítið í kvöld. Búin að lofa sjálfri mér því að vera dugleg og ætla að standa við það næstu daga. Davíð er í fríi í útlöndum í næstu viku svo ég þarf að standa mig vel og fara eftir prógramminu sem hann gerði fyrir mig
till later, Alfan
Athugasemdir
til hamingju með pappírana af húsinu Og mikið hlakka ég til þegar aukaherbergið og eldhúsið er tilbúið... þá er þetta orðið fullkomið. sjáumst um helgina.
Guðrún Ösp, 5.10.2007 kl. 07:23
Alfa Björk mín til hamingju með húseignina þína, nú ert þú bara að verða eins og stóru karlarnir átt fasteignir út um allt gaman að hitta ykkur mæðgur í Brúnuhlíð 1. Við ætluðum að koma við í Rán á leiðinni úr bænum og fá að hafa fataskipti þar en komum að læstu svo við brunuðum bara suður í vinnugallanum (o; kv. ebj
ebj (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 11:07
Alfa Björk það er kominn 10 okt. ! síðasta færsla 4 okt. kv. ebj
ebj (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.