16.10.2007 | 00:16
Gaman á læknavaktinni
Já ég endaði með því að fara á læknavaktina nú í kvöld. Búin að ætla að kíkka á doksa síða fyrir helgi. Er með svakalega hálsbólgu og vildi athuga hvort þetta væru kokkar sem eru að ganga í leikskólanum. Kemur í ljós á miðvikudaginn hvort ég sé heil eður ei.
Hef engan tíma til að vera lasin þessa dagana og reyni að bíta á jaxlinn. Svo er ég að fara á námskeið um helgina, Feng shui. Búin að vera mjög spennt fyrir þessu lengi og Malla í vinnunni benti mér á þetta þar sem ég var að tala um þetta við hana fyrir tilviljun um daginn. Hlakka mikið til og ætla mér ekki að vera veik... eins og ég ráði því hemm hemm.
Það verður gaman að sjá hvað þessi fræði segja og hvort ég þurfi að endurskipuleggja mikið í nýja fína húsinu mínu. Kemur í ljós um helgina, hlakka mikið til.
Pantaði í dag skrifborðið og hillurnar inn í aukaherbergið og það verður frábært að fá skrifstofuaðstöðu þegar ég þarf að vinna heima. Búin að vera á borðstofuborðinu undanfarið ár en langar að hafa fínt í stofunni minni og hætt að vera með skrifstofuna þar... Langþráður draumur að rætast.
Fasteignasalinn hringdi í dag, er að vona að það komi tilboð í vikunni, krossum fingur og höldum niðri í okkur andanum
Signý og Viktor voru hér um helgina að sækja nýja kaggann hennar Signýjar. Nú þegar hún er farin að keyra á milli á vestfjörðum er víst nauðsynlegt að eiga jeppaling. Minnkaði ekki löngun mín í einn slíkan þegar ég fékk að prufa hann um daginn. Koma tímar kemur jepplingur Viktor bauð í svartfugl á laugardagskvöldinu og svo kíkt þau hér í hádegiskaffi áður en þau renndu vestur á sunnudeginum. Alltaf gaman að sjá þau og nú bíð ég bara eftir að Signý fari að opna blogg til þess að það sé hægt að fylgjast með byggingaframkvæmdum hjá þeim. Allt að rokganga hjá þeim, kominn stigi á milli hæða sem er víst alger lúxus...hehe
Fór líka í reisugil yfir í heiði á laugardagskvöldið og skemmti mér konunglega þar. Alltaf gaman að fylgjast með fólki sem er búið að fá sér nokkra "bauka" hehe. Svo bara keyri ég heim og vakna eldspræk og hugsa til þeirra sem eru "þreyttir" í hausnum. Gaman hvað þetta er búið að ganga vel hjá þeim hjónakornum og verður gaman að aðstoða þau við að leggja lokahöndina á allt. Verður gaman að mála með Göspinni aftur eins og við hjálpuðumst að hér í Rauðu.
Á sunnudaginn fórum við í skírn hjá Huldu Björgu og Gísla, daman fékk nafnið Arna Karen. Meira hvað þetta er smekklegt fólk. Við Hulda Björg erum með svo svipaðan smekk Hún gat víst ekki hætt að hugsa um Örnu nafnið frekar en ég forðum daga. Það er nú svo gaman með það að í kvenlegg hjá Guðbjörgu og Axel eru nú fimm kvenmenn. Þrír þeirra heita Arna og tveir Björg (að seinna nafni) auk Guðbjargarinnar minnar. Skemmtilegt að skoða þetta, frekar einfalt, öruggt og þægilegt.
Göspin átti afmæli í dag og fékk ég hana til að kíkka á mig og færði henni pakka. Fannst hún þurfa að eiga blóm eins og ég. Sýndist hún verða ákaflega glöð með þau, verða geggjuð í nýja húsinu hennar, fyrsta des segir hún. Trúi því alveg.
Jæja verð að fara að koma mér í háttinn. Ætla að skella í mig einni verkjatöflu, búin að spara það í allan dag til að taka fyrir nóttina.
Later, Alfan
Athugasemdir
Æ leitt að heyra með hálsbólguna þína, en þegar fólk er hálf lasið á það ekki að vera í tölvu eftir miðnætti ! það á að fara snemma í rúmmið svo því batni (o; Ég krossa fingur fyrir sölunni á íbúðinni þinni (hinni). kv. ebj
ebj (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 08:53
já smekk fólk í fjölskyldunni;0) Takk kærlega fyrir komuna, gaman að sjá ykkur mæðgur!!! Og takk kærlega fyrir dömuna
Fer svo vonandi að kíkja í heimsókn á nýja húsið ykkar
Hulda Björg (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 13:12
Æi leiðinlegt að heyra þetta með heilsu þína. En vonandi kemur kauptilboð í vikunni. Er á fullu að pakka og flutningar eftir 3 daga jibby.
kveðja Kristín og Hrafnhildur Eva
Kristín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 16:00
Mér langar í svona teppi ...
Látu þér batna ALfa mín.. erum alveg búin að finna fyrir þessari blessaðri flensu hérna í Höfðahlíðinni.
kv Alma
Alma Sif (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 11:13
Jæja............. Alfa Björk nú er kominn 23. október :( kv. ebj
ebj (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.